Ferill 766. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1447  —  766. mál.




Svar


um­hverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn
frá Katrínu Júlíusdóttur um utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margar utanlandsferðir hefur ráðherra farið það sem af er kjörtímabilinu? Óskað er eftir upplýsingum um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði.

    Sigrún Magnúsdóttir hefur enn sem komið er ekki farið neina utanlandsferð frá því að hún tók við embætti um­hverfis- og auðlindaráðherra 31. desember sl. Sigurður Ingi Jóhannsson fór í þrjár ferðir á meðan hann gegndi embætti um­hverfis- og auðlindaráðherra.

Tilefni ferðar Tímasetning Fjöldi ferðadaga Heildarkostn­aður Fjöldi í fylgdarliði
Fundur í norrænu ráðherranefndinni um um­hverfismál í Ósló október 2013 3 670.383 kr. 1
Vinnuheimsókn til Japan febrúar 2014 9 2.594.830 kr. 3
Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi október 2014 3 752.602 kr. 2