Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1466  —  765. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur um utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar utanlandsferðir hefur ráðherra farið það sem af er kjörtímabilinu? Óskað er eftir upplýsingum um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði.

    Heilbrigðisráðherra hefur á yfirstandandi kjörtímabili, frá maí 2013 til loka maí 2015, farið í fimm ferðir til útlanda í embættiserindum og er kostn­aður við ferðalög ráðherra samtals 1.218.881 kr. Nánari upplýsingar um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt þeim starfsmönnum sem sóttu fundina f.h. ráðuneytisins má sjá í eftirfarandi töflu:

Ferðir heilbrigðisráðherra 2013 Samtals
Stokkhólmur 10.–13.6. Fundur norrænna ráðherra 294.939
Aðrir sem sóttu fundinn f.h. ráðuneytisins:
Skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu 270.212
Skrifstofustjóri skrifstofu gæða og forvarna 270.212
Ferðir heilbrigðisráðherra 2014
Færeyjar–Kaupmanna­höfn 19.–22.1. Árlegur fundur heilbrrh. Grænl./Fær./Ísl. 363.309
Aðrir sem sóttu fundinn f.h. ráðuneytisins:
Skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu 439.642
San Marínó 2.–4.7. First High Level meeting 19.448
Aðrir sem sóttu fundinn f.h. ráðuneytisins:
Skrifstofustjóri skrifstofu gæða og forvarna 28.960
Kaupmanna­höfn 14.–16.9. Stjórnarfundur Evrópusvæðis WHO 236.851
Aðrir sem sóttu fundinn f.h. ráðuneytisins:
Skrifstofustjóri skrifstofu gæða og forvarna 14.–21.9. 273.902
Skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu 15.–18.9. 209.988
Ráðuneytisstjóri 14.–18.9. 277.479
Ferðir heilbrigðisráðherra 2015
Genf 17.–19.5. Ársfundur Alþjóðaheilbrigðismálast. (WHO) 304.334
Aðrir sem sóttu fundinn f.h. ráðuneytisins:
Skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu 15.–26.5. 619.144
Ráðuneytisstjóri 17.–20.5. 265.524
Skrifstofustjóri skrifstofu gæða og forvarna 18.–23.5. 201.700