Ferill 760. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1483  —  760. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur um utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar utanlandsferðir hefur ráðherra farið það sem af er kjörtímabilinu? Óskað er eftir upplýsingum um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði.

    Ráðherra hefur á yfirstandandi kjörtímabili, frá maí 2013 til loka maí 2015, farið í eftirtaldar ferðir til útlanda í embættiserindum (birt með fyrirvara um að reikningsskilum er ekki að fullu lokið fyrir allar ferðir):
Tilefni Dagsetning Lengd Kostn­aður Fylgd
Ferðir ráðherra 2013
Fundur með framkvæmdastjóra NATO og stækkunarstjóra ESB í Brussel. Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Helsinki. 12.–16.6. 5 1.564.980 3
Ráðherrafundur EFTA í Þrándheimi. 23.6. 1 229.002 1
Opinber heimsókn forseta Íslands til Þýskalands – þátttaka utanríkisráðherra. 24.–28.6. 5 617.519 2
Ráðherrafundur NB8-ríkjanna í Visby 2.–4. september. 2.–4.9. 3 782.563 2
Fundir með utanríkisráðherra, aðstoðarvið­skipta­ráðherra
og aðstoðarvarnarmálaráðherra Kanada í Ottawa.
16.–19.9. 3 1.352.205 3
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna New York. 23.9.–1.10. 8 2.735.453 4
Þing Norðurlandaráðs í Osló. Fundur Barentsráðsins í Tromsö. 28.–31.10. 4 1.128.306 3
Opnun aðalræðisskrifstofu í Nuuk. 8.–9 .11. 2 122.319 1
EES-ráðsfundur í Brussel. EFTA-ráðherrafundur í Genf. Menningarhátíð í París. 14.–20.11. 7 1.286.809 1
Alþjóðaráðstefna um utanríkis- og öryggismál í Halifax.
Fundur með sendiherrum gagnvart Íslandi með aðsetur i London.
21.–17.11. 7 1.834.151 2
Fundir í Búdapest vegna jarðhitaáætlunar Þróunarsjóðs EFTA. Utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel.
Utanríkisráðherrafundur ÖSE í Kíev.
1.–6.12. 6 1.402.084 2
Ferðir ráðherra 2014
Fundir með utanríkisráðherra Finnlands í Helsinki. 6.–9.1. 4 1.078.636 3
Ráðstefnan Arctic Frontiers Tromsö. 19.–22.1. 4 1.292.945 2
Norðurslóðaráðstefna Economist í London.
Fundur NB8 + Visegrad-ríkja í Narva í Eistlandi.
3.–7.3. 5 1.321.129 2
Fundir með utanríkisráðherra Úkraínu, þingmönnum,
seðlabankastjóra o.fl. í Kíev.
21.–24.3. 4 1.443.248 3
Utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel. 31.3.–2.4. 3 1.064.042 2
Fundur varnarmálaráðherra Norðurlandanna í Tromsö 2014. Vorfundur IMF og Alþjóðabankans í Washington. 7.–13.4. 7 3.007.559 4
65 ára afmælisfundur Evrópuráðsins í Vín.
Fundur með utanríkisráðherra Danmerkur í Kaupmanna­höfn.
4.–5.5. 3 853.605 1
EES-ráðsfundur í Brussel. 12.–14.5. 3 989.243 2
Fundur með varaforsætisráðherra Póllands, ráðherra viðstaddur „Solidarity Prize Award Ceremony“ í Varsjá. 2.–6.6. 3 416.131 1
Þátttaka í „Global Summit to end Sexual Violence in Conflict“
í London.
11.–13.6. 3 902.303 2
Utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel og vinnuheimsókn til Kína (Peking og Sjanghæ). 24.6.–4.7. 11 2.854.978 2
Ráðherrafundur SÞ í New York um sjálfbæra þróun. 6.–10.7. 5 1.497.046 2
Heimsókn til Úkraínu, fundir með forseta, utanríkisráðherra,
ferð til Dnipropetrovsk.
15.–17.7. 3 948.849 2
Ferð á Vestur-Íslendingahátíð í Winnipeg. 31.7.–6.8. 6 577.082 2
Leiðtogafundur NATO í Wales. 3.–9.9. 4 900.635 3
NB8 utanríkisráðherrafundur í Tallinn/Eistlandi. 11.–12.9. 2 572.060 2
69. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. 21.–29.9. 9 3.344.110 3
Ársfundur Alþjóðabankans 2014 í Washington. 8.–12.10. 5 817.869 1
Fundir með utanríkisráðherra Brasilíu/Við­skipta­þing í Sao Paulo
og opnun ræðisskrifstofu í Curtiba.
13.–19.10. 7 1.706.437 1
Við­skipta­þing í Helsinki/Turku. Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. 26.–29.10. 4 788.985 2
Vinnuheimsókn til Japan, fundir með utanríkisráðherra,
við­skipta­þing o.fl.
8.–13.11. 6 1.675.467 2
Ráðherrafundur EFTA í Genf – Fríverslun. 16.–17. 11. 2 1.167.612 2
Utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel. 30.11.–3.12. 4 922.361 1
Fundir og viðtöl v/Rakarastofuráðstefnu í London. 10.–11.12. 2 483.388 1
Ráðherrafundur þróunarnefndar OECD/DAC í París. 15.–18.12. 4 1.183.020 3
Ferðir ráðherra 2015
Rakarastofuráðstefna hjá SÞ í New York. 12.–16.1. 5 851.119 1
Minningarat­höfn/samstöðufundur í Kaupmanna­höfn
og fundur með utanríkisráðherra.
16.–17.2. 2 446.558 1
„EU Arctic Dialogue“ ráðstefna í Brussel. 4.–5.3. 1 579.992 1
Opinber heimsókn forseta Íslands til Litháen, þátttaka. utanríkisráðherra. Slóvakía ráðherrafundur NB8 ríkja. 8.–13.3. 6 953.049 1
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins í Iqaluit í Kanada. 22.–26.4. 5 1.749.273 3
Þátttaka í ráðstefnunni „International Support for Ukraine“ í Kíev. 17.–29.4. 3 876.576 1
NB8/N5 utanríkisráðherrafundinn í Helsingör. 4.–6.5. 3 449.646 1
NATO ráðherrafundur í Antalya á Tyrklandi. 9.–15.5. 4 1.418.652 2
EES-ráðsfundur og ráðherrafundur Evrópuráðsins í Brussel. 17.–19.5. 2 673.393 1
Ráðherrafundur um sjálfbæra orku SE4All í New York.
Fundur með John Kerry í Washington.
20.–23.5. 4 1.411.547 2