Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1508  —  454. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum, nr. 46/1980, og lögum um málefni fatlaðs fólks,
nr. 59/1992, með síðari breytingum (aukin vinnuvernd
og notendastýrð persónuleg aðstoð).

(Eftir 2. umræðu, 29. júní.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,
nr. 46/1980, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „nánari reglur“ í inngangsmálslið kemur: reglugerð.
     b.      E-liður orðast svo: um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

2. gr.

    Á eftir 5. mgr. 82. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Beini Vinnueftirlit ríkisins skriflegum fyrirmælum til atvinnurekanda um úrbætur á vinnustað ber viðkomandi atvinnurekanda eða fulltrúa hans að tilkynna stofnuninni formlega, svo sem bréflega eða með rafrænum hætti, þegar umræddum úrbótum er lokið á vinnustaðnum.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Með samkomulagi samtaka aðila vinnumarkaðarins er heimilt að víkja frá ákvæðum 53. og 56. gr. um hvíldartíma og næturvinnutíma þeirra starfsmanna sem veita einstaklingum þjónustu á grundvelli samstarfsverkefnis ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um notendastýrða persónulega aðstoð samkvæmt ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Sé með slíku samkomulagi vikið frá ákvæði 53. gr. þannig að hvíldartíminn verði styttri hjá viðkomandi starfsmönnum en ákvæðið gerir ráð fyrir skal við það miðað að starfsmennirnir fái eins fljótt og við verður komið samsvarandi hvíldartíma að lágmarki og kveðið er á um í fyrrnefndu ákvæði. Vinnueftirlit ríkisins skal veita umsögn um slíkt samkomulag samtaka aðila vinnumarkaðarins.
    Ákvæði þetta gildir til sama tíma og ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, eða til ársloka 2016.

II. KAFLI
Breyting á lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum.
4. gr.

    Í stað ártalsins „2014“ í 1. og 2. málsl. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2016.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.