Ferill 60. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 295  —  60. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur
fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007
(sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.

    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur frá innanríkisráðuneytinu.
    Tilgangur frumvarpsins er breyting á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, sem heimilar ráðherra að ákveða að aðrar skýrslur en skýrslur vistheimilanefndar sem starfar samkvæmt lögum nr. 26/2007 liggi til grundvallar þess að krafa um sanngirnisbætur verði tekin til meðferðar.
    Nefndin tekur undir sjónarmið þess efnis að skýrsla rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar geti orðið grundvöllur slíkrar ákvörðunar ráðherra, að fenginni umsögn nefndar, um að taka skuli kröfu um sanngirnisbætur til meðferðar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 21. október 2015.

Unnur Brá Konráðsdóttir,
form., frsm.
Guðmundur Steingrímsson. Líneik Anna Sævarsdóttir.
Karl Garðarsson. Hörður Ríkharðsson. Helgi Hrafn Gunnarsson.
Jóhanna María Sigmundsdóttir. Vilhjálmur Árnason.