Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 551  —  405. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

Flm.: Róbert Marshall, Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson,
Helgi Hrafn Gunnarsson, Helgi Hjörvar, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson,
Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson.


1. gr.

    Við 2. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Dömubindi og tíðatappar sem falla undir tollskrárnúmerið 9619.0012.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2017.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að dömubindi og tíðatappar falli undir 14. gr. laga um virðisaukaskatt sem er lægra þrep laganna og skatturinn á þessar vörur verði því 11%.