Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 668  —  403. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um gatnagerðargjald,
nr. 153/2006, með síðari breytingum (B-gatnagerðargjald).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, sem felur í sér heimild sveitarfélaga til að leggja á svokallað B-gatnagerðargjald, verði framlengt til loka árs 2017 þar sem enn eru sveitarfélög sem hafa ekki lokið lagningu bundins slitlags á eldri götur sem heimilt er að fjármagna með álagningu gjaldsins. Nefndin fellst á þær röksemdir sem fram koma í athugasemdum við frumvarpið en gerir athugasemdir við hversu seint málið kom til umfjöllunar nefndarinnar enda ljóst í töluverðan tíma að framlengja þyrfti heimildina.
    Að framangreindum sjónarmiðum virtum leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. desember 2015.

Höskuldur Þórhallsson,
form., frsm.
Katrín Júlíusdóttir. Haraldur Einarsson.
Birgir Ármannsson. Elín Hirst. Róbert Marshall.
Svandís Svavarsdóttir. Vilhjálmur Árnason.