Ferill 580. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 942  —  580. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um Þingeyrarflugvöll og Ísafjarðarflugvöll.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hefur Þingeyrarflugvöllur verið lagður af sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll?
     2.      Hver hefur nýting Þingeyrarflugvallar verið sl. fimm ár og hvenær var síðast lent þar?
     3.      Hve oft hefur flug fallið niður á Ísafjarðarflugvelli sl. tvö ár og hversu oft hefði verið hægt að lenda á Þingeyrarflugvelli í staðinn?
     4.      Hver eru framtíðaráform stjórnvalda um Þingeyrarflugvöll og viðhald fjárfestinga þar?
     5.      Geta nýjar flugvélar Flugfélags Íslands lent á Ísafjarðarflugvelli og Þingeyrarflugvelli?


Skriflegt svar óskast.