Ferill 457. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1269  —  457. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi).

Frá atvinnuveganefnd.


1.      B-liður 1. gr. orðist svo: Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimagisting er gisting gegn endurgjaldi á lögheimili einstaklings eða í einni annarri fast­eign sem hann hefur til persónulegra nota og er í hans eigu. Fjöldi útleigðra daga í báðum eignum samanlagt skal ekki fara yfir 90 daga á hverju almanaksári eða samanlagðar tekjur af leigu eignanna skulu ekki vera meiri en 2 millj. kr. á hverju almanaksári.
2.      Við 10. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „reglugerð um brunavarnir“ í síðari málslið 1. mgr. komi: það hafi hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði.
                  b.      Á eftir orðinu „bókunarsíðum“ í 3. mgr. komi: á sjálfri fasteigninni.
                  c.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimagisting sem uppfyllir skilyrði laga þessara telst ekki fara fram í atvinnu­húsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
3.      Við efnismálsgrein d-liðar 12. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumanni er heim­ilt að senda tilkynningar samkvæmt ákvæði þessu með rafrænum hætti á netfang leyfis­hafa.
4.      Á eftir e-lið 15. gr. komi þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:
          f.          Í stað orðsins „hann“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: lögreglustjóri.
          g.      Á eftir orðinu „lögreglumenn“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: eða öryggisvakt slökkviliðs.
          h.      Á eftir orðinu „lögreglustjóri“ í 4. tölul. 3. mgr. kemur: eða slökkviliðsstjóri.
5.      Við efnismálsgrein a-liðar 18. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skulu sýslumenn einnig sinna eftirliti með notkun á leyfisnúmeri í rekstrarleyfisskyldri starfsemi, sbr. 4. mgr. 11. gr.
6.      A-liður 19. gr. orðist svo: Fyrri málsliður 1. mgr. orðast svo: Hver sá sem brýtur gegn 4. mgr. 4. gr. um nektarsýningar eða 5. gr. um dvöl ungmenna á veitingastöðum eða rekur leyfisskylda starfsemi án tilskilins leyfis, sbr. 7., 12. og 17. gr., skal sæta sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7.      Við 21. gr.
                  a.      Við bætist nýr stafliður sem verði c-liður, svohljóðandi: Við 1. mgr. bætist nýr staf­liður, svohljóðandi: Þegar rökstuddur grunur er um að fram fari nektarsýningar eða að með öðrum hætti sé gert út á nekt starfsmanna eða annarra sem eru á staðnum.
                  b.      Við efnismálsgrein c-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að útfæra þetta úrræði nánar í reglugerð.
8.      24. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. september 2016.