Ferill 615. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1316  —  615. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um dómstóla.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Orðin „eða sérfróðan meðdómsmann“ í 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. falli brott.
     2.      Í stað orðanna „fimm menn“ í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. komi: fimm aðalmenn og jafnmarga varamenn.
     3.      Í stað síðari málsliðar 21. gr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Þann einn má skipa í embætti landsréttardómara sem fullnægir þessum skilyrðum:
              1.      Hefur náð 35 ára aldri.
              2.      Hefur íslenskan ríkisborgararétt.
              3.      Er svo á sig kominn andlega og líkamlega að hann geti gegnt embættinu.
              4.      Er lögráða og hefur aldrei misst forræði á búi sínu.
              5.      Hefur hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta.
              6.      Hefur lokið embættisprófi eða grunnnámi ásamt meistaraprófi í lögum.
              7.      Hefur starfað í minnst þrjú ár sem landsréttardómari, héraðsdómari, hæstaréttarlögmaður, prófessor eða dósent í lögum, lögreglustjóri, sýslumaður, saksóknari, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri í ráðuneyti því sem fer með málefni dómstóla og réttarfars eða umboðsmaður Alþingis eða hefur um jafnlangan tíma gegnt öðru líku starfi sem veitir hliðstæða lögfræðilega reynslu.
              8.      Telst vera hæfur til að gegna embættinu í ljósi starfsferils síns og lögfræðilegrar þekkingar.
                      Í embætti landsréttardómara má ekki skipa þann sem er eða hefur verið í hjúskap við dómara sem þar er skipaður fyrir eða skyldur slíkum dómara eða mægður að feðgatali, niðjatali eða öðrum lið til hliðar.
     4.      Við 26. gr.
                  a.      Í stað „2. mgr.“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: 1. mgr.
                  b.      Í stað „1. mgr.“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: 2. mgr.
     5.      Á eftir orðinu „stundarsakir“ í fyrri málslið 1. mgr. 51. gr. komi: af öðrum ástæðum en þeim sem getur í lokamálslið 1. mgr. 50. gr.
     6.      Í stað „I, II, IV og V“ í 1. mgr. 55. gr. komi: I, II, IV, V og VI.
     7.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
                      Í þeim tilgangi að undirbúa starfsemi dómstólasýslunnar, þ.m.t. að skipa framkvæmdastjóra hennar, skal skipa í stjórn dómstólasýslunnar í fyrsta skipti frá og með 1. júlí 2017. Framkvæmdastjórinn skal skipaður frá 1. október 2017. Þegar skipað er í fyrsta skipti í stjórn dómstólasýslunnar skv. 6. gr. skal einn aðalmaður ásamt varamanni vera skipaður til eins árs, annar aðalmaður ásamt varamanni til tveggja ára og þannig koll af kolli svo að fimmti aðalmaðurinn ásamt varamanni sé skipaður til fimm ára. Skal skipunartími hvers ákveðin af tilviljun þegar ráðið hefur verið hverjir veljast þar til starfs. Við gildistöku laga þessara fellur niður skipun í dómstólaráð.
     8.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Frá gildistöku ákvæðis þessa skal við skipun í valnefnd skv. 4. gr. a laga um dómstóla, nr. 15/1998, fara að svo sem mælt er fyrir um í 6. málsl. 1. mgr. 11. gr.