Ferill 863. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1656  —  863. mál.
Greinarnúmer.

2. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (síld og makríll).

Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til orðalagsbreytingu á b-lið 1. gr. frumvarpsins.
    Í ákvæði til bráðabirgða VIII í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að gjald fyrir aflaheimildir samkvæmt ákvæðinu sé 8 kr. fyrir hvert kg af síld eða makríl. Í frumvarpinu er hins vegar lagt til að verð fyrir aflaheimildirnar nemi sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir þessar tegundir er hverju sinni, sbr. lög um veiðigjald nr. 74/2012. Til viðbótar er veiðigjald lagt á samkvæmt lögum um veiðigjald og breytir frumvarpið engu þar um en lögð er til orða­lagsbreyting til áréttingar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    B-liður 1. gr. orðist svo: 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Verð á aflaheimildum í síld og makríl skv. 1. mgr. skal á hverjum tíma nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir síld og makríl samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012.

    Jón Gunnarsson, Björt Ólafsdóttir og Kristján L. Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. september 2016.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
1. varaform.
Páll Jóhann Pálsson,
frsm.
Haraldur Benediktsson.
Ásmundur Friðriksson. Þorsteinn Sæmundsson. Þórunn Egilsdóttir.