Ferill 857. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1791  —  857. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra, með síðari breytingum (einföldun bótakerfis, breyttur lífeyristökualdur o.fl.).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ELA, ÁsF, ÓBK, UBK, SilG).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hvorki lagt inn umsókn né“ í 3. efnismálsgr. komi: ekki.
                  b.      Við 3. efnismgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Umsækjanda skal þó vera heimilt að draga umsókn sína til baka innan 30 daga frá afgreiðslu umsóknar án þess að það hafi áhrif á rétt til hækkunar lífeyris. Hafi greiðsla lífeyris átt sér stað er full endurgreiðsla forsenda afturköllunar.
                  c.      5. efnismgr. orðist svo:
                      Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyris­sjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu.
                  d.      Í stað orðanna „sótt hafi verið um áunnin réttindi hjá“ í 1. málsl. 6. efnismgr. komi: samþykkt hafi verið umsókn um áunnin réttindi hjá öllum.
     2.      Á undan orðunum „18 til 67 ára“ í a-lið 3. gr. frumvarpsins komi: eru á aldrinum.
     3.      Á eftir 2. málsl. 1. efnismgr. 6. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ellilífeyrisþegi skal hafa 25.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris.
     4.      Orðin „eða eftir atvikum reikning í eigu fjárhaldsmanns hans“ í 9. gr. falli brott.
     5.      11. gr. falli brott.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað „409.512 kr.“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: 583.994 kr.; og í stað „7,5%“ í 2. málsl. 2. efnismgr. komi: 11,9%.
                  b.      Við 2. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um útreikning heimilisuppbótar vegna búsetu fer skv. 1. mgr. 17. gr. laga um almannatryggingar.
     7.      Við 15. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „184.140 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 280.000 kr.; og í stað „157.030 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 227.883 kr.
     8.      Á eftir 15. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði 8. gr., sbr. 23. gr. laga um almannatryggingar, skal samanlögð fjár­hæð fulls ellilífeyris og heimilisuppbótar vera 300.000 kr. á árinu 2018.
                 Við mat á því hvort lífeyrisþegi sem fær greidda heimilisuppbót geti framfleytt sér án sérstakrar uppbótar skal miða við að heildartekjur séu undir 300.000 kr. á mánuði árið 2018.
     9.      Við 18. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Hjúkrunar- og dvalarheimilum sem rekin eru af opinberum aðilum og taka þátt í verkefninu er heimilt að innheimta þau gjöld sem nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku kallar á, enda liggi fyrir samningur þar að lútandi við hlutaðeigandi íbúa.