Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1794  —  197. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (barnalífeyrir).

Frá minni hluta velferðarnefndar.

    Minni hlutinn ítrekar að staðgöngumæðrun er óheimil á Íslandi. Minni hlutinn styður heils hugar að staðið sé eins að opinberum stuðningi einstæðra foreldra, óháð kynferði, og er fylgj­andi því að réttur einstæðs föður til barnalífeyris einskorðist ekki við andlát móður, heldur nái einnig til annarra orsaka, svo sem tilvika þar sem einhleypum karli hefur verið veitt leyfi til ættleiðingar barns. Þá á ekki að þurfa að taka það fram að óheimilt er að fara gegn lögum.

Alþingi, 12. október 2016.

Steinunn Þóra Árnadóttir.