Fundargerð 146. þingi, 15. fundi, boðaður 2017-01-24 13:30, stóð 13:33:43 til 13:41:16 gert 24 16:28
Alþingishúsið [prenta uppsett í dálka] [<-][->]

15. FUNDUR

þriðjudaginn 24. jan.,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Framhaldsfundir Alþingis.

[13:33]

Horfa

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson las forsetabréf um að Alþingi skyldi koma saman til framhaldsfunda 24. janúar 2017.


Varamaður tekur þingsæti.

[13:35]

Horfa

Forseti tilkynnti að Gunnar I. Guðmundsson tæki sæti Evu Pandoru Baldursdóttur, 5. þm. Norðvest.


Undirritun drengskaparheits.

[13:35]

Horfa

Forseti tilkynnti að Orri Páll Jóhannsson tæki sæti Andrésar Inga Jónssonar, 10. þm. Reykv. n.

Orri Páll Jóhannsson, 10. þingmaður Reykv. n., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.


Tilkynning um stjórnir þingflokka.

[13:36]

Horfa

Forseti kynnti breytingar á stjórnum þingflokka Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.


Tilkynning um fyrirspurnir.

[13:37]

Horfa

Forseti benti á að fyrirspurnir til ráðherra, sem ósvarað er þegar ráðherra hverfur úr embætti, falli niður.

[13:37]

Útbýting þingskjala:


Bréf frá formönnum þingflokka stjórnarflokkanna.

[13:37]

Horfa

Forseti kynnti bréf frá formönnum þingflokka stjórnarflokkanna um að kosinn yrði nýr forseti Alþingis og forsætisnefnd sem og í fastanefndir og alþjóðanefndir.

Fundi slitið kl. 13:41.

---------------