Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 40  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LVII í lögunum:
                  a.      Í stað orðanna „árinu 2016“ kemur: árunum 2016 og 2017.
                  b.      Í stað orðanna „árinu 2017“ kemur: árunum 2017 og 2018.
                  c.      Í stað orðanna „ársins 2016“ kemur: áranna 2016 og 2017.
     2.      Á eftir 7. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við 1. mgr. 43. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðslan skal þó ekki vera umfram 7% af sölufjárhæð.
     3.      Í stað „2017“ í b-lið 8. gr. komi: 2020.
     4.      Á eftir 9. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Á eftir orðinu „2016“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: og 2017.
     5.      Efnismálsgrein 28. gr. orðist svo:
                 Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2017 sam­kvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.559,3 millj. kr. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 71,4 millj. kr. á árinu 2017.
     6.      Í stað „968 kr.“ í 30. gr. komi: 1.100 kr.
     7.      3. efnismgr. 61. gr. orðist svo:
                 Ákvæði a- og b-liðar 2., 3., 9., b-liðar 10., 11., 12., 21., s-liðar 22., 23., 26., 27., 31., 32., 44., 61. og 63. gr. öðlast þegar gildi.