Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.



Þingskjal 69  —  31. mál.


Skýrsla

forsætisráðherra um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2015 auk yfirlits yfir framkvæmd ályktana frá árunum 2012–2014.

(Lögð fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi 2016–2017.)




    Skýrsla þessi er lögð fram í samræmi við fyrirmæli 8. mgr. 45. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Markmið hennar er að veita Alþingi yfirsýn yfir eftirfylgni framkvæmdarvaldsins með ályktunum þingsins. Til umfjöllunar er framkvæmd þeirra ályktana Alþingis frá árinu 2015 sem kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar og meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra. Þá er hér einnig að finna yfirlit yfir framkvæmd ályktana þrjú ár aftur í tímann, þ.e. frá árunum 2014, 2013 og 2012. Undanskilin eru þau málefni þar sem lög kveða á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar, sbr. fyrrnefnt ákvæði laga um þingsköp Alþingis.
    Forsætisráðuneytið aflaði upplýsinga um framangreint efni frá viðkomandi ráðuneytum og tók saman yfirlit yfir fjölda ályktana og skiptingu. Svör ráðuneytanna fara hér á eftir. Þingsályktanir á árunum 2012–2015 voru samtals 143, þar af 51 vegna staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ályktanir eru reglubundinn þáttur í þinglegri meðferð EES-mála og fela í sér afléttingu á stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sem kallar á lagabreytingar á Íslandi. Þær hafa því nokkra sérstöðu miðað við aðrar ályktanir, af margvíslegri tilefnum. Sjá nánar í eftirfarandi yfirliti:

Ár Staða ályktana – eftir ráðuneytum
2015 Lokið: 21 (13 v/staðfestingar) – FOR 1, ANR 1, FJR 1, UAR 3, UTR 15
Hafið: 6 – ANR 1, IRR 1, UTR 2, VEL 2
Samtals ályktanir: 27
2014 Lokið: 22 (6 v/staðfestingar) – ANR 2, IRR 2, UAR 1, UTR 12, VEL 5
Hafið: 20 – ANR 4, IRR 3, MMRN 4, UAR 2, UTR 4, VEL 3
Ekki hafið: 2 – MMRN 1, VEL 1
Samtals ályktanir: 44
2013 Lokið: 14 (9 v/staðfestingar) – FOR 1, IRR 1, MMRN 1, UTR 10, VEL 1
Hafið: 6 – FOR 1, MMRN 2, UAR 1, UTR 2
Samtals ályktanir: 20
2012 Lokið: 49 (23 v/staðfestingar) – FOR 4, ANR 3, IRR 4, MMRN 3, UAR 1, UTR 33, VEL 1
Hafið: 5 – IRR 2, VEL 3
Samtals ályktanir: 54

Yfirlit yfir framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2015.


FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 21/144 um að heimila fulltrúum Vestnorræna ráðsins að senda fyrirspurnir til ráðherra, 2. júlí 2015 – þingskjal 1608.Framkvæmd lokið.
    Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti að heimila fulltrúum Vestnorræna ráðsins að senda fyrirspurnir til ráðherra eins og nánar er mælt fyrir um í ályktuninni.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 11/144 um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 28. maí 2015 – þingskjal 1355. Framkvæmd hafin.
    Framkvæmd þingsályktunarinnar (stefnunnar) er hafin og verður hún viðvarandi verkefni við mótun uppbyggingar flutningskerfis raforku. Í nýsamþykktri kerfisáætlun Landsnets, um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er m.a. vísað til þeirra meginreglna og viðmiða sem fram koma í þingsályktuninni.

Þingsályktun 15/144 um áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, 1. júlí 2015 – þingskjal 1574.Framkvæmd lokið.
    Sjá útfærslu í reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni. Reglugerðin er m.a. prentuð í árlegu riti útgefnu af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu: Stjórn fiskveiða 2016/2017. Lög og reglugerðir.

FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 14/144 um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016–2019, 30. júní 2015 – þingskjal 1552.Framkvæmd lokið.
    Þingsályktun þessi var lögð fram á grundvelli 6. mgr. 25. gr. laga um þingsköp Alþingis sem kveður á um að fjármála- og efnahagsráðherra skuli eigi síðar en 1. apríl ár hvert leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um meginskiptingu útgjalda fjárlaga næsta fjárlagaárs (ramma), svo og greinargerð um breytingar á tekjuöflun ríkisins. Tillögunni skal fylgja áætlun um ríkisfjármál næstu þriggja ára þar á eftir.
    Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi 30. júní 2015 og nær yfir tímabilið 2016–2019. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 sem lagt var fram 8. september 2015 og varð að lögum 19. desember sama ár byggist í meginatriðum á þeirri ríkisfjármálaáætlun sem þingsályktunin fjallar um.
    Í þessu samhengi er rétt að geta þess að lög um opinber fjármál, nr. 123/2015, voru samþykkt á Alþingi 28. desember 2015 og tóku gildi 1. janúar 2016. Svo sem þar er gert ráð fyrir leggur ráðherra fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hið skemmsta, fyrst 2016 og síðan árlega. Í samræmi við það var þingsályktun 55/145 um fjármálaáætlun fyrir árin 2017–2021 samþykkt á Alþingi 18. ágúst 2016, sjá þingskjal 1558, 740. mál, 145. lögþ. Segja má því að í fjárlögum fyrir árið 2016 og þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2017–2021 sé að finna yfirlit yfir meðferð og framkvæmd ályktunarinnar, sbr. einnig þær athugasemdir sem umræddum skjölum fylgdu.

INNANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 19/144 um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 1. júlí 2015 – þingskjal 1581. – Framkvæmd hafin.
    Málið hefur verið skoðað og rætt við innlendar ráðgjafarstofur. Það kostar verulega fjármuni að vinna þá vinnu sem óskað er eftir í þingsályktuninni og ljóst að erlendir aðilar þurfa að koma að þeirri vinnu, sbr. greinargerð þingsályktunartillögunnar. Fjármunir fylgdu ekki en engu að síður taka stjórnvöld þátt í vinnu á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að skoða mögulegt fyrirkomulag og hagkvæmni við slíkar samgöngur.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytisins á umræddu tímabili.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 16/144 um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 13/141, 1. júlí 2015 – þingskjal 1575. – Framkvæmd lokið.
    Verndar- og orkunýtingaráætlun var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013. Í áætluninni eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk, allt eftir því hvort þar er að finna virkjunarkosti sem nýta má til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa þá eða kanna frekar. Í þessari þingsályktun var einn virkjunarkostur, þ.e. Hvamms-virkjun í Þjórsá, færður úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk, en í orkunýtingarflokk falla þeir virkjunarkostir sem er áætlað að ráðast megi í.

Þingsályktun 18/144 um að draga úr plastpokanotkun, 1. júlí 2015 – þingskjal 1580. – Framkvæmd lokið.
    Með þingsályktuninni var umhverfis- og auðlindaráðherra falið að finna leiðir til að minnka plastpokanotkun hér á landi og birta aðgerðaáætlun. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs 2016 til að móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga mætti úr notkun plastpoka með árangursríkum hætti og setti starfshópurinn saman tillögu að aðgerðaáætlun. Haustið 2016 var gefin út aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem inniheldur fjórtán skilgreind verkefni og gildir fyrir árin 2016–2018. Hún hefur það að markmiði að draga úr plastpokanotkun á Íslandi. Í framhaldi af setningu aðgerðaáætlunarinnar undirrituðu umhverfis- og auðlindaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hinn 9. september 2016 samning sem hefur það að markmiði að draga úr notkun léttra burðarplastpoka. Samningurinn felur í sér að samtökin munu hafa forgöngu um að verslanir dragi markvisst úr notkun léttra burðarplastpoka. Markmiðið er að fyrir árslok 2019 verði notkunin hér á landi ekki meiri en 90 plastpokar á einstakling á ári og að sú tala verði komin niður í 40 árið 2025. Samtök verslunar og þjónustu munu stuðla að því að umtalsverðum hluta tekna af sölu burðarplastpoka verði varið í kynningu til að draga úr notkun þeirra. Þá verður stofnaður sérstakur framkvæmdahópur verslunarinnar og Umhverfisstofnunar til að vinna að kynningu og fræðslu fyrir almenning og verða lífbrjótanlegir innkaupapokar kynntir sérstaklega.

Þingsályktun 20/144 um samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum, 2. júlí 2015 – þingskjal 1607. – Framkvæmd lokið.
    Vestnorræna ráðið ályktaði um sama efni í ályktun nr. 2/2014 þar sem skorað er á stjórnvöld Íslands, Færeyja og Grænlands að eiga samstarf um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum í þeim tilfellum þar sem mengunina má rekja til notkunar svartolíu. Í ályktuninni er því beint til landanna að þróa og koma í framkvæmd áætlunum fyrir skilvirka og umhverfisvæna orkunotkun með því að krefjast þess að notað sé eldsneyti sem mengar minna og tækjabúnaður sem fjarlægir brennisteinsagnir úr eldsneyti skipa.
    Ráðuneytið hefur hvorki sérstaklega brugðist við ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 2/2014 né þingsályktun 20/144 þó að unnið hafi verið markvisst að þessum málum í ráðuneytinu.
    Hvað varðar notkun á eldsneyti sem mengar minna þá er Ísland aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og hefur á grundvelli hans tekið upp löggjöf ESB á þessu sviði. Með reglugerðum um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti voru tilskipanir ESB þar að lútandi og um að draga úr magni brennisteins í tilteknu fljótandi eldsneyti innleiddar hér á landi. Reglugerð gildir um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, skipadíselolíu, skipagasolíu, svartolíu og gasolíu hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands. Þannig gilda tilskipanir Evrópusambandsins um leyfilegt innihald brennisteins í skipaeldsneyti á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Í reglugerð nr. 46/2016 um breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti er kveðið á um að brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, þ.m.t. svartolíu sem er notuð eða er ætluð til nota í skipum eða bátum, sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands skuli vera að hámarki 3,5% (m/m), að undanskildu eldsneyti til skipa sem nota viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun í lokuðu kerfi. Í reglugerð nr. 124/2015 kemur fram að reglur um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti munu breytast og verða strangari frá og með 1. janúar 2020 og má þá leyfilegur brennisteinn í skipaeldsneyti ekki vera meiri en 0,5% (m/m) að hámarki innan mengunarlögsögu Íslands. Jafnframt mega farþegaskip sem sigla áætlunarferðir til og frá höfn á Evrópska efnahagssvæðinu ekki nota eldsneyti með brennisteinsinnihaldi sem er meira en 1,5% frá sama tíma. Að mati ráðuneytisins er eðlilegt að grænlensk og færeysk stjórnvöld setji sambærilegar reglur um takmörkun brennisteinsinnihalds í skipaeldsneyti.
    Hvað varðar tækjabúnað sem fjarlægir brennisteinsagnir úr eldsneyti skipa þá er ráðuneytinu kunnugt um að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi haft forgöngu um ýmis verkefni á því sviði. Eitt af verkefnum norræna lífhagkerfisins, sem var formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014, er Marina-verkefnið sem snýst um minni útblástur, orkuskipti á sjó og hvernig hægt sé að gera vistvænt eldsneyti að fýsilegum kosti. Í verkefninu eru allir sem koma að vistvænu eldsneyti tengdir saman á einn eða annan hátt, hvort sem það eru skipasmíðastöðvar, flutningafyrirtæki, opinberir aðilar eða aðrir. Ráðuneytið telur að farvegur til að þróa og koma í framkvæmd áætlunum fyrir skilvirka og umhverfisvæna orkunotkun skipa sé m.a. í gegnum norræn verkefni á sviði mengunarvarna og markviss þátttaka í vinnuhópum Norrænu ráðherranefndarinnar á umhverfissviðinu, svo sem vinnuhópum um málefni hafsins (HAV), loftslagsmál (KOL) og umhverfis- og efnahagsmál (MEG).
    Ráðuneytið er tilbúið að upplýsa Færeyjar og Grænland um aðgerðir hér á landi til að draga úr brennisteinsútblæstri og vinna að auknu samstarfi um þessi mál á norrænum vettvangi sé þess óskað og hefur komið þessum upplýsingum til samstarfsráðherra.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 3/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 27. febrúar 2015 – þingskjal 1006. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. mars 2015 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 4/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 27. febrúar 2015 – þingskjal 1007. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. mars 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. maí 2015.

Þingsályktun 5/144 um fullgildingu samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar, 27. maí 2015 – þingskjal 1343. – Framkvæmd lokið.
    Samningurinn öðlaðist gildi 16. júní 2015.

Þingsályktun 6/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 27. maí 2015 – þingskjal 1344. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. júní 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2015.

Þingsályktun 7/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 27. maí 2015 – þingskjal 1345. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. júní 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2015.

Þingsályktun 8/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn, 27. maí 2015 – þingskjal 1346. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. júní 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2015.

Þingsályktun 9/144 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015, 27. maí 2015 – þingskjal 1347. – Framkvæmd lokið.
    Samningnum, sem var einungis til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá 20. janúar 2015.

Þingsályktun 10/144 um staðfestingu samnings milli Grænlands og Íslands um stjórnun rækjuveiða á Dohrnbanka, 27. maí 2015 – þingskjal 1348. – Framkvæmd hafin.
    Ekki hefur enn borist opinber tilkynning frá grænlenskum stjórnvöldum um móttöku nótu Íslands vegna fullgildingar.

Þingsályktun 12/144 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 28. maí 2015 – þingskjal 1357. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 31. ágúst 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. október 2015.

Þingsályktun 1/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2015 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 458. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 2/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 459. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 3/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 460. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 7. desember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. febrúar 2016.

Þingsályktun 4/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 461. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 5/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 462. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 6/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 463. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 7/145 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 18. nóvember 2015 – þingskjal 464. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. nóvember 2015 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2016.

Þingsályktun 8/145 um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT), 19. desember 2015 – þingskjal 677. – Framkvæmd hafin.
    Verið er að vinna að greiningu á nauðsynlegum lagabreytingum.

VELFERÐARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 13/144 um Jafnréttissjóð Íslands, 19. júní 2015 – þingskjal 1456. – Framkvæmd hafin.
    Hinn 15. mars 2016 kaus Alþingi fimm menn og jafnmarga varamenn í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands til fimm ára (2016–2020) samkvæmt samþykktri breytingu á ályktun Alþingis frá 19. júní 2015. Aðalmenn í stjórn eru Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðni Elísson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Rachael Lorna Johnstone og Gunnar Þór Sigbjörnsson. Varamenn í stjórn eru Margrét Katrín Erlingsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Árni Matthíasson og Ingvar Jónsson.
    Forseti Íslands staðfesti 19. apríl 2016, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, forsetaúrskurð nr. 27/2016 um breytingu á forsetaúrskurði nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, með síðari breytingum. Samkvæmt úrskurðinum fer velferðarráðuneytið með málefni Jafnréttissjóðs Íslands.
    Velferðarráðuneytið auglýsti 4. maí 2016 eftir umsóknum um styrki samkvæmt reglum nr. 365/2016 um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands. Félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti síðan 19. júní 42 styrki til verkefna og rannsókna úr Jafnréttissjóði Íslands. Tæplega 100 millj. kr. voru til úthlutunar. Alls bárust sjóðnum 114 umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna og var heildarfjárhæðin sem sótt var um 570 millj. kr. Í samræmi við reglur sjóðsins og þingsályktun 13/144 lagði stjórn sjóðsins áherslu á að veita fé til verkefna sem m.a. hafa að markmiði að efla jafnrétti á vinnumarkaði, varpa ljósi á samfélagslegan ávinning af auknu kynjajafnrétti, vinna gegn kynbundnu ofbeldi, falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu, hvetja ungt fólk til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð.

Þingsályktun 17/144 um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 1. júlí 2015 – þingskjal 1577. – Framkvæmd hafin.
    Hinn 19. nóvember 2015 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp sem var falið að móta stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu svo að bjóða mætti landsmönnum, hvar sem þeir eru í sveit settir, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í maí 2016. Í skýrslunni er lögð fram tillaga að stefnu í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi og tímasett aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára. Þar er lögð áhersla á fjögur meginverkefni, þ.e. grunngerð þjónustunnar, uppbyggingu innviða, innleiðingu verkferla og að unnið verði að langtímastefnumótun og gerð verkefnaáætlunar fram til 2030. Eftir að ráðherra var skilað skýrslunni hefur verið unnið að aðgerðaáætlun í velferðarráðuneytinu ásamt kostnaðarmati um framkvæmd tillagna starfshópsins. Áætlaður kostnaður við aðgerðaáætlunina er tæpar 250 millj. kr. á árunum 2017–2020.

Yfirlit yfir framkvæmd ályktana Alþingis frá árunum 2012–2014.

Staðan á framkvæmd ályktana frá árinu 2014.


FORSÆTISRÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið forsætisráðuneytisins á umræddu tímabili.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 10/143 um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar, 15. janúar 2014 – þskj. 510. Framkvæmd lokið.
    Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði starfshóp með fulltrúum sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu til að greina tækifæri til atvinnusköpunar í héraðinu. Greinargerð starfshópsins kom út í maí 2015. Meginniðurstaða greinargerðarinnar er að fyrirhuguð stækkun Blönduvirkjunar skapi góðar forsendur fyrir nýtingu orku frá virkjuninni í þágu atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu. Hagnýting orku í heimahéraði hefur verið viðurkennd meginregla í samskiptum heimamanna og virkjunaraðila seinasta aldarfjórðung. Því verður að telja eðlilegt að orka Blönduvirkjunar nýtist í þágu heimamanna. Austur-Húnavatnssýsla er vel í sveit sett og getur boðið fjárfestum kjöraðstæður fyrir atvinnustarfsemi í góðu umhverfi utan virka eldfjallasvæðisins í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Þingsályktun 21/143 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014–2017, 12. maí 2014 – þskj. 1083. Framkvæmd hafin.
    Í ályktuninni eru tillögur um aðgerðir í 43 liðum til að ná fram meginmarkmiðum áætlunarinnar. Tiltekin ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög og samtök bera ábyrgð á framkvæmd hverrar aðgerðar. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fylgist með framkvæmd verkefnanna og beitir sér eftir þörfum fyrir því að unnið sé að framgangi áætlunarinnar.

Þingsályktun 34/143 um landsnet ferðaleiða, 16. maí 2014 – þskj. 1226 (sameiginleg með innanríkisráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti). Framkvæmd hafin.
    Í lögum nr. 20/2016, um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, eru ferðamannaleiðir sérstaklega skilgreindar en þær geta verið gönguleiðir, reiðleiðir og reiðhjólaleiðir og jafnframt liggur landsáætlun fyrir. Vinna við frekari útfærslu stendur yfir.

Þingsályktun 43/143 um rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, 16. maí 2014 – þskj. 1245. Framkvæmd lokið.
    Hinn 16. maí 2014 ályktaði Alþingi að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands með það að markmiði að greina hagkvæmustu nýtingarkosti til framtíðar. Á grundvelli þessa var skipuð sex manna sérfræðinganefnd sem m.a. mat fyrirliggjandi upplýsingar um mælingar og útreikninga á fræðilegri orku og gerði tillögur um öflun viðbótarupplýsinga svo að til yrði grundvallarþekking á vegum stjórnvalda á orkuvinnslugetu hagkvæmustu framtíðarnýtingarkosta. Greinargerð sérfræðingahópsins er frá apríl 2015 og var hún lögð fram á Alþingi um leið og hún var frágengin.

Þingsályktun 47/143 um fiskveg í Efra-Sog, 16. maí 2014 – þskj. 1281. Framkvæmd hafin.
    Unnið hefur verið að rannsókn á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar með þátttöku Háskóla Íslands og Veiðimálastofnunar auk Landsvirkjunar.

Þingsályktun 1/144 um kjöraðstæður fyrir hagnýtingu internetsins og um réttindavernd netnotenda, 19. nóvember 2014 – þskj. 567. Framkvæmd hafin.
    Í byrjun maí 2015 var skipaður starfshópur en viðfangsefni hans er að móta stefnu um kjöraðstæður fyrir hagnýtingu internetsins og um réttindavernd netnotenda. Meðal viðfangsefna sem eru til skoðunar eru laga- og viðskiptaumhverfi, innviðir, fjármögnun og mannauður. Starf hópsins hefur legið niðri og ekki var skilað stefnu ásamt aðgerðaáætlun til ráðherra eins og stefnt var að fyrir 1. júní 2016.

FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.

INNANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 24/143 um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum, 12. maí 2014 – þskj. 1089. Framkvæmd lokið.
    Hinn 12. maí 2014 var samþykkt þingsályktun þar sem Alþingi ályktaði að fela innanríkisráðherra í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kannaði með hvaða leiðum mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Í þingsályktuninni kemur fram að markmið starfshópsins sé að útfæra leiðir til að eyða þeim aðstöðumun sem er þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp á tveimur heimilum. Í því skyni skyldi hópurinn m.a. taka afstöðu til þess hvort taka skyldi upp kerfi sem heimilaði börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu hentaði betur. Skýrsla ráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum var lögð fram á Alþingi 24. september 2015 og er málinu því lokið. Unnið verður með niðurstöður skýrslunnar í ráðuneytinu.

Þingsályktun 25/143 um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 12. maí 2014 – þskj. 1090. Framkvæmd hafin.
    Með ályktuninni felur Alþingi ríkisstjórninni að sjá til þess að í almannaskráningu á Íslandi verði skráðar nauðsynlegar upplýsingar um umgengnisforeldra til jafns við aðra foreldra svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 1. janúar 2016. Markmið tillögunnar er samkvæmt greinargerð að bæta almannaskráningu hér á landi þannig að í þeim opinberu skrám sem haldnar eru verði skráðar allar nauðsynlegar upplýsingar um fjölskyldumynstur landsmanna. Frumskoðun hefur leitt í ljós ákveðinn kostnaðarauka vegna breyttrar skráningar og er málið í nánari athugun. Rétt er að nefna í þessu sambandi að í skýrslu ráðherra um jafnt búsetuform barna, sem var lögð fram á Alþingi 24. september 2015, er fjallað um bætta almannaskráningu.

Þingsályktun 33/143 um skrásetningu kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014, 16. maí 2014 – þskj. 1225.Framkvæmd lokið.
    Alþingi samþykkti 16. maí 2014 þingsályktun um að fela forsætisráðherra að hlutast til um að Hagstofa Íslands kallaði eftir upplýsingum frá kjörstjórnum um kjörsókn eftir fæðingarári. Jafnframt fólst í tillögunni að hefja skyldi gagnasöfnun við sveitarstjórnarkosningar vorið 2014. Að fengnum tilmælum forsætisráðuneytis ákvað Hagstofan að standa að úrtaksrannsókn á kjörsókn einstaklinga til viðbótar hefðbundinni gagnasöfnun vegna kosningaskýrslna Hagstofunnar. Var úrtaksrannsókn fyrir valinu til að létta svarbyrði kjörstjórna. Hagstofan dró rúmlega 25 þúsund manna úrtak úr rafrænum stofni til kjörskrár sem Þjóðskrá Íslands lét í té. Var úrtakið lagskipt eftir stærð sveitarfélaga þannig að 100% tilheyrðu sveitarfélögum með 500 eða færri einstaklinga á kjörskrá, 20% hjá sveitarfélögum með 501–3.000, 10% hjá 3.001–5.000 og 5% hjá 5.001 og stærri. Sjá má niðurstöður á vefsíðu Hagstofu Íslands. Framkvæmd er lokið.

Þingsályktun 34/143 um landsnet ferðaleiða, 16. maí 2014 – þskj. 1226 (sameiginleg með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti). Framkvæmd hafin.
    Sjá svör frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Þingsályktun 35/143 um hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri, 16. maí 2014 – þskj. 1227. Framkvæmd hafin.
    Alþingi ályktaði að innanríkisráðherra skyldi láta yfirfara viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri með það að markmiði að fækka slíkum tilvikum. Sérstaklega átti að skoða eftirfarandi leiðir: 1) Lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og samsvarandi mæling öndunarsýnis. 2) Námskeið um alvarleika ölvunar- og vímuefnaaksturs. 3) Hækkun sektargreiðslna vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs og að hluti þeirra renni í forvarnasjóð. 4) Ný úrræði í viðurlögum við ölvunar- og vímuefnaakstri.
    Málið kallar á lagabreytingar. Það er í skoðun og fyrirhugað að fara nánar yfir það við næstu endurskoðun á umferðarlögum, nr. 50/1987.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 13/143 um samstarf við Færeyjar og Grænland um námskeið fyrir starfandi og upprennandi rithöfunda í löndunum þremur, 15. janúar 2014 – þskj. 513.Framkvæmd hafin.
    Við undirbúning að endurnýjuðum samstarfssamningi landanna verður áhersla lögð á samstarf á sviði kvikmynda og er það eitt af áhersluatriðum næstu fjögurra ára. Veitt verður fjármagn til þessa, m.a. til að halda námskeið í kvikmyndahandritagerð með vísan til þingsályktunar 14/140 um vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar og ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 1/2012 um rithöfundanámskeið. Þetta samstarf er þegar byrjað að frumkvæði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ásamt Færeyjum og Grænlandi auk Danmerkur.

Þingsályktun 15/143 um samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði menntunar heilbrigðisstarfsmanna, starfsmannaskipti og veitingu heilbrigðisþjónustu á milli landanna, 11. febrúar 2014 – þskj. 593. Framkvæmd ekki hafin.
    Beðið er sameiginlegs fundar með velferðarráðuneyti sem staðið hefur til að halda en hefur verið frestað oft.
Þingsályktun 18/143 um aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni, 12. maí 2014 – þskj. 1076. Framkvæmd hafin.
    Árið 2014 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra nefnd sérfræðinga í málvísindum og upplýsingatækni til að skila skýrslu og aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Nefndin skilaði skýrslu í árslok 2014 þar sem lögð var fram aðgerðaáætlun og lagt til að stofnaður yrði samkeppnissjóður sem veitti styrki til máltækniverkefna. Árið 2015 setti ráðuneytið á laggirnar Máltæknisjóð, skipuð var stjórn, skrifaðar úthlutunarreglur og Rannís falið að annast umsjón með sjóðnum. Fyrr á þessu ári gerðu mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samtök atvinnulífsins samning við verkefnastjóra sem hófst handa við kortlagningu á tækni fyrir máltækni með hliðsjón af fyrri skýrslum um málið. Var niðurstaða þeirrar vinnu sú að vinna þyrfti ítarlega stefnumörkun og taka ákvörðun um tæknilega útfærslu fyrir íslensku, stöðumat íslenskra gagnasafna og nákvæma fjárhags- og verkáætlun fyrir fimm ára markáætlun á sviði máltækni fyrir íslensku. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í haust að 50 millj. kr. framlag yrði veitt á fjáraukalögum fyrir árið 2016 til verkefnisins og skipaði ráðherra í október stýrihóp með Samtökum atvinnulífsins til að hafa umsjón með verkefninu, en skipunartími stýrihópsins er til 1. ágúst 2017.

Þingsályktun 36/143 um varðveislu menningararfleifðar á stafrænu formi, 16. maí 2014 – þskj. 1228. – Framkvæmd hafin.
    Í fjárlögum ársins 2016 var ákveðin fjárveiting til að vinna það verkefni sem ráðuneytinu var falið samkvæmt þingsályktuninni. Í apríl 2016 var ráðinn verkefnastjóri til að afla upplýsinga um stöðu varðveislu menningararfleifðar á stafrænu formi hjá menningarstofnunum, hvað væri óunnið á því sviði og gera tillögur um kostnaðar-, framkvæmda- og tímaáætlun verkefnisins á grundvelli þeirra upplýsinga sem bærust. Leitað hefur verið upplýsinga hjá um 100 menningarstofnunum og unnið er að úrvinnslu gagna. Stefnt er að því að leggja skýrslu um niðurstöður verkefnisins og tillögur á grundvelli þeirra fyrir ráðherra í árslok svo að ráðherra geti á grundvelli skýrslunnar lagt fyrir Alþingi á vorþingi markvissa, heildstæða og metnaðarfulla stefnu um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi sem unnið yrði eftir á næstu 10–20 árum eins og óskað var eftir í þingsályktuninni.

Þingsályktun 40/143 um ráðstafanir gegn málverkafölsunum, 16. maí 2014 – þskj. 1242. Framkvæmd hafin.
    Bréf send til tilnefningaraðila 9. september 2014. Síðustu tilnefningar bárust 10. desember 2014. Starfshópur skipaður 20. febrúar 2015. Fyrsti fundur starfshóps var haldinn 24. september 2015. Starfshópurinn hefur lokið störfum og unnið er að gerð lokaskýrslu.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 22/143 um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra, 12. maí 2014 – þskj. 1087.Framkvæmd lokið.
    Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra skilaði í mars 2015 skýrslu til ráðherra um niðurstöður hópsins vegna endurskoðunar á lögum og reglum á sviði byggingarmála með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið. Skýrsla starfshópsins var í kjölfarið birt opinberlega á vef ráðuneytisins. Greinargerð um réttarstöðu þeirra sem verða fyrir tjóni vegna myglusvepps er í fylgiskjali með skýrslu starfshópsins. Tillögur starfs-hópsins koma fram í sérstökum samantektarkafla skýrslunnar og eru þær í 18 liðum. Til að framfylgja skýrslunni kynnti ráðuneytið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti niðurstöður og tillögur skýrslunnar og þá sérstaklega þær tillögur sem sneru að málefnasviði viðkomandi ráðuneyta, m.a. um tilteknar lagabreytingar, að skoðuð yrðu dönsk lög um neytendavernd í fasteignakaupum og að aukin áhersla yrði lögð á nám og fræðslu í byggingareðlisfræði. Ráðuneytið óskaði einnig eftir því við Mannvirkjastofnun og Umhverfisstofnun að stofnanirnar framfylgdu tillögum starfshópsins hvað varðar fræðslu, eftirlit og samvinnu stjórnvalda. Ráðuneytið hefur enn fremur til skoðunar að endurskoða ákvæði laga nr. 160/2010, um mannvirki, hvað varðar starfsábyrgðartryggingar fagaðila við mannvirkjagerð og mögulega hagkvæmni þess að taka upp svokallaða byggingargallatryggingu að danskri fyrirmynd hér á landi. Vegna þessa bárust ráðuneytinu nýverið upplýsingar frá Mannvirkjastofnun vegna tryggingamála í tengslum við mannvirkjagerð, sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Ráðuneytið fyrirhugar einnig að gera breytingar á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti í samræmi við tillögur starfshópsins.

Þingsályktun 34/143 um landsnet ferðaleiða, 16. maí 2014 – þskj. 1226 (sameiginleg með innanríkisráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti). – Framkvæmd hafin.
    Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, nr. 20/2016, voru samþykkt á Alþingi 18. mars 2016. Í lögunum eru sérstaklega skilgreindar ferðamannaleiðir en þær geta verið gönguleiðir, reiðleiðir og reiðhjólaleiðir og tekur landsáætlunin einnig til slíkra leiða. Í lögunum er gert ráð fyrir að stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára sé lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar og að unnar verði styttri þriggja ára verkefnaáætlanir í kjölfarið.
    Hinn 6. október 2016 var óskað eftir umsögnum um drög að áætlun um uppbyggingu innviða í samræmi við ákvæði til bráðabirgða II í lögunum. Sú áætlun mun gilda til 1. janúar 2018 en gert er ráð fyrir að árið 2017 verði lögð fram tillaga til þingsályktunar um fyrstu tólf ára stefnumarkandi landsáætlunina.

Þingsályktun 39/143 um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu, 16. maí 2014 – þskj. 1241.Framkvæmd hafin.
    Eftirfylgni þessarar ályktunar er hafin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Staða málsins nú er svohljóðandi:
     a.      Stórefla hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf í skógrækt með áherslu á framleiðslu viðarafurða, framleiðni og arðsama skógrækt.
                 Samhliða tillögum um auknar fjárveitingar til skógræktar, sbr. d-lið, er gert ráð fyrir að ákveðinn hluti renni til skógræktarrannsókna.
     b.      Færa Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt í eina stjórnsýslueiningu.
                 Ráðuneytið vann að greiningu á verkefnum ríkisins á sviði skógræktar með það að markmiði að skoða ávinninginn af því að sameina starf ríkisins á sviði skógræktar; að sameina landshlutaverkefni í skógrækt og Skógrækt ríkisins. Líta má á slíka sameiningu sem skref í þá átt sem ályktun þingsins leggur til. Á Alþingi 2. júní 2016 voru samþykkt lög, nr. 60/2016, þess efnis að sameina Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt í nýja stofnun, Skógræktina.
                 Oft hefur verið rætt um sameiningu landgræðslu og skógræktar áður en slíkt ekki gengið eftir vegna ýmissa sjónarmiða.
     c.      Semja frumvarp að nýjum samræmdum lögum um skógrækt og landgræðslu.
                 Undanfarið ár hefur verið unnið að gerð nýrra laga um skógrækt og laga um landgræðslu í ráðuneytinu. Sú vinna hefur gengið vel og gert er ráð fyrir að frumvörp verði lögð fyrir Alþingi árið 2017.
     d.      Móta starfsumhverfi með rammaáætlun til þriggja ára til eflingar skógrækt með þátttöku bænda, annarra landeigenda og sérstakra skógræktarsjóða.
                 Fjárlög fyrir árið 2015 fólu í sér fjárveitingu til eflingar skógrækt og landgræðslu, alls 20 millj. kr. Markmið með þeirri fjárveitingu var að auka framkvæmdir á þessum sviðum með gróðursetningu og uppgræðslu. Í fjárlögum fyrir árið 2016 var gert ráð fyrir meira fé í þessa veru, eða alls 50 millj. kr., sem sömuleiðis átti að renna til aukinna aðgerða. Árið 2017 er gert ráð fyrir að fjárveitingarnar verði svipaðar.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 9/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn, 15. janúar 2014 – þskj. 509. – Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 3. febrúar 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2014.

Þingsályktun 12/143 um að styrkja samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða, 15. janúar 2014 – þskj. 512. Framkvæmd hafin.
    Vestnorrænt samstarf er Íslandi mikilvægt, enda byggjast tengsl okkar við næstu nágranna í Færeyjum og á Grænlandi á langri sögu. Unnið hefur verið að því að styrkja þessi tengsl enn frekar og hafa íslensk stjórnvöld m.a. lagt áherslu á tækifæri sem felast í auknum viðskiptum milli landanna, sem og samvinnu í málefnum norðurslóða. Þannig kveður mat um hagsmuni Íslands á norðurslóðum, sem unnið var á vegum ríkisstjórnarinnar og kom út í september 2016, á um mikilvægi vestnorræns samstarfs á norðurslóðum og hagsmuni Íslands þar að lútandi. Í september 2014 áttu utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands fund í Reykjavík með Vestnorræna ráðinu þar sem fjallað var um stefnu og áherslur í norðurslóðamálum vestnorrænu ríkjanna og hvar sameiginlegir hagsmunir liggja. Forsætisráðherrar landanna þriggja hittust í Færeyjum í ágúst 2015 á 30 ára afmæli Vestnorræna ráðsins og fjölluðu sömuleiðis um aukna samstarfsmöguleika á norðurslóðum. Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands funduðu í Færeyjum í ágúst 2016 og undirrituðu af því tilefni yfirlýsingu þar sem kveðið er á um stofnun vinnuhóps sem skipaður væri fulltrúum landanna þriggja. Vinnuhópnum er ætlað að vinna tillögur að samstarfssamningi landanna þriggja, m.a. í ljósi ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 1/2015. Í yfirlýsingu ráðherranna er jafnframt staðfest sú fyrirætlan að stefna að árlegum fundum ráðherranna í framtíðinni þar sem rædd verði sameiginleg hagsmunamál landanna á sviðum viðskipta og utanríkismála. Samhliða hafa aðalræðisskrifstofur Íslands á Grænlandi og í Færeyjum unnið ötullega að því að efla tengsl við landsstjórnir og viðskiptalíf landanna, sem og samvinnu á sviði norðurslóða. Auk þess hafa embættismenn landanna átt reglulega fundi um samstarf landanna, m.a. á grundvelli viljayfirlýsingar Íslands og Grænlands frá 2013 um aukið samstarf.

Þingsályktun 14/143 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína, 29. janúar 2014 – þskj. 568.Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 11. febrúar 2014 og öðlaðist gildi 1. júlí 2014.

Þingsályktun 17/143 um heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 29. apríl 2014 – þskj. 1010. Framkvæmd lokið.
    Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. apríl 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 30. apríl 2014.

Þingsályktun 19/143 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2014, 12. maí 2014 – þskj. 1081.Framkvæmd lokið.
    Samningnum, sem einungis var til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá 9. apríl 2014.

Þingsályktun 20/143 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2014, 12. maí 2014 – þskj. 1082. Framkvæmd lokið.
    Samningunum, sem einungis voru til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá 28. mars 2014.

Þingsályktun 23/143 um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara, 12. maí 2014 – þskj. 1088. Framkvæmd hafin.
    Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fylgist náið með málefnum Vestur-Sahara í gegnum 4. nefnd allsherjarþingsins, öryggisráðið og í samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir, með reglulegum upplýsingafundum með fulltrúum Pólisaríó og með fulltrúum félagasamtaka á svæðinu. Jafnframt hefur fastanefndin gripið hvert tækifæri til að brýna fyrir viðkomandi aðilum, m.a. á fundum með fastafulltrúa Bandaríkjanna, mikilvægi þess að koma á hreyfingu í málinu í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þá vakti utanríkisráðherra athygli á málinu í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Þingsályktun 27/143 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Kólumbíu, 14. maí 2104 – þskj. 1128. Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 7. júlí 2014 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október 2014.

Þingsályktun 28/143 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama, 14. maí 2014 – þskj. 1129. Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 7. júlí 2014 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 5. september 2014.

Þingsályktun 29/143 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Bosníu og Hersegóvínu, 14. maí 2014 – þskj. 1130.Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 7. júlí 2014 og öðluðust gildi 1. janúar 2015.

Þingsályktun 30/143 um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum, 16. maí 2014 – þskj. 1217. Framkvæmd hafin.
    Ráðuneytið hefur enn til skoðunar með hvaða hætti sé best að vinna að markmiði þingsályktunarinnar. Utanríkisþjónustan hefur haldið áfram að styðja við það starf sem Þýskaland og Brasilía hafa leitt á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og mannréttindaráðsins í Genf um þetta málefni.
    Nú eru m.a. til umræðu í allsherjarþinginu drög að nýrri ályktun um málaflokkinn sem Ísland er meðflytjandi að, en áður hafa tvær ályktanir verið samþykktar þar sem rétturinn til friðhelgi einkalífs er áréttaður og áhyggjum lýst yfir neikvæðum áhrifum eftirlits á mannréttindi, m.a. á stafrænum miðlum. Ísland var einnig meðflutningsaðili að báðum ályktunum allsherjarþingsins.
    Ályktanir allsherjarþingsins nr. 68/167 og nr. 69/166 árétta einnig sérstaklega að núgildandi mannréttindasáttmálar tryggja þennan rétt, m.a. samningurinn um borgaraleg og pólitísk réttindi. Sá réttur er einnig studdur í öðrum textum Sameinuðu þjóðanna, m.a. í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
    Eins og Alþingi hefur áður verið upplýst um samþykkti mannréttindaráðið einnig 26. mars 2015, með ályktun Þýskalands og Brasilíu, sem Ísland var meðflytjandi að, að setja á fót embætti sérstaks fulltrúa ráðsins fyrir næstu þrjú árin sem leggi mat á stöðu mála á þessu málefnasviði. Fulltrúanum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi þessa réttar og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að tryggja hann á stafrænum miðlum. Er sú vinna í gangi og skilaði fulltrúinn fyrstu skýrslu sinni í haust en hann hyggst útbúa samantektir og skýrslu um stöðu mála á málefnasviðinu, sem hann ætlar að leggja fyrir mannréttindaráðið á árunum 2017–2018. Þar skoðar hann og rennir frekari stoðum undir hvernig framfylgja eigi þeim réttindum sem öllum eru þegar tryggð í gegnum núverandi samninga á stafrænum miðlum, auk þess að greina hvernig hægt sé að framfylgja þeim betur og hvar skorti á.
    Er það mat utanríkisráðuneytisins að sú vinna sem nú er í gangi á vegum fulltrúa mannréttindaráðsins sé best til þess fallin að ná markmiðum þingsályktunarinnar eins og mál standa. Mun þessi vinna einnig leiða í ljós hvar þurfi að skerpa á slíkum réttindum og hvernig væri best að standa að því, hvort sem það væri með nýjum alþjóðasamningi eða frekari vinnu innan núgildandi alþjóðasamninga.
    Utanríkisráðuneytið og fastanefndir Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og Genf munu því halda áfram að styðja við þetta starf bæði í allsherjarþinginu og mannréttindaráðinu í samræmi við markmið þingsályktuninnar.

Þingsályktun 31/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn, 16. maí 2014 – þskj. 1218. Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. maí 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 28. maí 2014.

Þingsályktun 32/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun), 16. maí 2014 – þskj. 1219. Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. maí 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 1. júlí 2014.

Þingsályktun 38/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn, 16. maí 2014 – þskj. 1240. Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. maí 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 1. júlí 2014.

Þingsályktun 42/143 um mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda, 16. maí 2014 – þskj. 1244. Framkvæmd hafin.
    Sendiráð Íslands í Kampala kom ítrekað á framfæri við stjórnvöld í Úganda hörðum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna þeirra mannréttindabrota sem staðfest lög um samkynhneigð heimiluðu. Hið sama gerði utanríkisráðherra á fundi með fjármálaráðherra Úganda í tengslum við vorfund Alþjóðabankans árið 2014. Afstaða Íslands var enn fremur kynnt í samstarfshópi þeirra ríkja sem eiga í þróunarsamvinnu við Úganda, þar á meðal Norðurlandanna. Þá tók sendiráðið virkan þátt í sérstökum vinnuhópi ríkja sem eiga í þróunarsamvinnu við Úganda þar sem umrætt mál var vaktað sérstaklega. Haustið 2014 voru umrædd lög felld úr gildi í Úganda og hafa málefni samkynhneigðra þar í landi því ekki verið mjög áberandi síðan þá. Engar sérstakar aðgerðir hafa verið í gangi á vegum vinnuhóps ríkja er tengjast málefninu, en sendiráð Íslands í Kampala heldur áfram að vakta málið með reglubundnum hætti.

Þingsályktun 48/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn, 16. maí 2014 – þskj. 1282. Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. maí 2014 og ákvörðunin gekk í gildi 28. maí 2014.

VELFERÐARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 7/143 um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 15. janúar 2014 – þskj. 507. – Framkvæmd hafin.
    Samstarfsnefnd um málefni hinsegin fólks er enn starfandi. Síðastliðið sumar ákvað nefndin að fela starfsmönnum ráðuneytisins að byrja að móta tillögur að aðgerðum til að bæta stöðu hinsegin fólks. Starfsmenn ráðuneytisins hafa í þessu skyni fundað með aðilum sem málið varðar, þ.e. hagsmunasamtökum, heilbrigðisstarfsmönnum og háskólasamfélaginu.

Þingsályktun 8/143 um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar, 15. janúar 2014 – þskj. 508. – Framkvæmd lokið.
    Þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi 29. apríl 2016.

Þingsályktun 11/143 um samstarf við Færeyjar og Grænland um samantekt um fækkun kvenna á Vestur-Norðurlöndum, 15. janúar 2014 – þskj. 511. Framkvæmd lokið.
    Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Dana árið 2015 var gefin út skýrslan „Sted, (u)lighet og kön – en kortlægning af udfordringer og best practices i relation til kön, uddannelse og befolkningsströmme i Nordens yderområder“ (PUB:2015:557). Á ráðstefnu í Nuuk 17. júní 2015 var skýrslan lögð fram og fjallað um samhengi menntunar, kynjajafnréttis og búferlaflutninga í dreifbýli á Norðurlöndunum. Úttektin fjallar um þróun mála og þær áskoranir sem vestnorrænu löndin standa frammi fyrir í þessu samhengi. Skýrslan svarar kalli þingsályktunarinnar og hefur verið samþykkt sem svar við ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 3/2013 varðandi greinargerð um fækkun kvenna í Færeyjum og á Grænlandi.

Þingsályktun 16/143 um aukið samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði heilbrigðisþjónustu, 11. febrúar 2014 – þskj. 594. Framkvæmd lokið.
    Samstarf landanna hefur haldið farsællega áfram, byggt á langri hefð og formlegum samningum, síðast samningi heilbrigðisráðherra landanna frá júní 2014. Stjórnendur helstu heilbrigðisstofnana landanna hafa reglulegt samband. Heilbrigðisstarfsfólk frá Færeyjum og Grænlandi hefur heimsótt Ísland árlega og kynnt sér ýmsa þætti þjónustunnar hér á landi. Á sama hátt hafa íslenskir heilbrigðisstarfsmenn farið til Færeyja og Grænlands til að veita ráðgjöf og kynnast starfsfólki þar. Að ósk Færeyinga veitti skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu nefnd forustu á fyrri hluta ársins 2016, sem falið var að koma með tillögur um endurskipulag sjúkrahúsþjónustu í Færeyjum. Tillögum var skilað í byrjun sumars. Forstjóri Landspítalans hefur tvisvar á árinu 2016 haldið fræðsluerindi á Grænlandi um þjónustu við geðsjúka. Sjúklingar koma reglulega frá báðum löndunum til Íslands til að fá þjónustu af ýmsum toga.
    Telja verður að þingsályktuninni hafi verið hrint í framkvæmd.

Þingsályktun 26/143 um forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, 12. maí 2014 – þskj. 1091. Framkvæmd ekki hafin.
    Ákveðið var að fela sérstökum ráðgjafarhópi, sem vann að undirbúningi að tillögu að krabbameinsáætlun, að taka ofangreinda þingsályktun til meðferðar. Ráðgjafarhópurinn lauk störfum í október 2015 og skilaði heilbrigðisráðherra lokatillögum sínum í maí 2016. Tillögur ráðgjafarhópsins taka m.a. til forvarnastarfs og miða að því að koma á víðtækri samvinnu allra sem vinna að málefnum krabbameinssjúkra. Í ljósi þess sem þekkt er um tilurð og áhættuþætti blöðruhálskirtilskrabbameins getur ráðgjafarhópurinn ekki, að svo stöddu, gefið út ráðleggingar sem miða að því að hefja almenna hópleit vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Ráðgjafarhópurinn leggur til að fylgst verði með framvindu rannsókna á möguleikum hópleitar að blöðruhálskirtilskrabbameini. Jafnframt að gert verði árlega mat á fýsileika þess að taka upp hópleitir í áhættuhópum vegna algengra krabbameina, svo sem í blöðruhálskirtli.

Þingsályktun 41/143 um aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða, 16. maí 2014 – þskj. 1243. – Framkvæmd hafin.
    Velferðarráðuneytið lagði áherslu á málefni mænuskaða á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. Haldinn var fundur norrænna og alþjóðlegra sérfræðinga í málefnum mænuskaða á Íslandi 2014. Helstu tillögur fundarins voru að setja á stofn norrænt meðferðar- og rannsóknarsetur fyrir mænuskaða og flýta uppbyggingu norræna gagnagrunnsins um mænuskaða, „The Nordic Spinal Cord Injury Registry“. Heilbrigðisráðherra lagði tillögur sem byggðust á niðurstöðum sérfræðingafundarins fyrir norræna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á fundi þeirra 9. september 2015. Ráðherrafundurinn samþykkti að mikilvægt væri að halda áfram vinnu við málefni mænuskaða og að norrænum starfshópi um mjög sérhæfða meðferð (højspecialiseret behandling) yrði falið að fjalla um tillögurnar. Þá hefur utanríkisþjónustan leitað leiða til að vinna samkvæmt tillögum fundarins sem haldinn var á Íslandi árið 2014, bæði óformlega og á formlegum samningafundum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030.
    Í ár hefur vinnu um málefni lækninga við mænuskaða verið haldið áfram á vettvangi norrænu embættismannanefndarinnar um félags- og heilbrigðismál. Þá hefur utanríkisráðherra sent framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar erindi um málið og mun málefni mænuskaðameðferðar verða tekið sérstaklega fyrir á næsta fundi embættismannanefndarinnar í febrúar 2017. Norræni starfshópurinn um mjög sérhæfða meðferð mun fjalla sérstaklega um tillögu íslenska heilbrigðisráðherrans frá árinu 2015 á næsta fundi sínum.
    Norrænn gagnagrunnur um mænuskaða er mjög langt kominn. Noregur fjármagnar verkefnið og norska persónuverndarstofnunin hefur nú gefið leyfi sitt til nýtingar heilbrigðisupplýsinga úr grunninum þegar hann verður formlega opnaður.

Þingsályktun 44/143 um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu og hliðarverkunum, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild, 16. maí 2014 – þskj. 1246. – Framkvæmd lokið.
    Hinn 11. júlí 2014 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp sem falið var að undirbúa skýrslu, sem lögð yrði fyrir Alþingi, um gerð stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Starfshópurinn leitaði aðstoðar og leiðsagnar hagsmunaaðila og hjálparsamtaka, sem og innlendra og erlendra sérfræðinga, við störf sín. Starfshópurinn skilaði heilbrigðisráðherra skýrslu 21. júní 2016 og var skýrslan lögð fyrir Alþingi í ágúst sl.
    Sjá nánar www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/skyrsla-um-leidir-til-ad-draga-ur-skadlegum-ahrifum-vimuefnaneyslu-i-islensku-samfelagi.

Þingsályktun 45/143 um endurnýjun og uppbyggingu Landspítala, 16. maí 2014 – þskj. 1249. – Framkvæmd hafin.
    Í fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrir árin 2017–2021, sem báðar voru samþykktar á Alþingi sumarið 2016, er gert ráð fyrir að byggingarframkvæmdir við fyrsta verkáfanga nýs Landspítala, einkum meðferðarkjarna og rannsóknarhús, verði boðnar út árið 2018 og að þær verði komnar á fullan skrið árin 2019–2021. Þær koma til viðbótar byggingu sjúkrahótels, sem áformað er að ljúki 2017, og fullnaðarhönnun nýs meðferðarkjarna sem þegar hafði verið gert ráð fyrir í fjárlögum 2016 og síðustu ríkisfjármálaáætlun.
    Samið hefur verið við hönnunarteymið Corpus um fullnaðarhönnun meðferðarkjarna. Heilbrigðisráðherra hefur heimilað að farið verði í forval á hönnun nýs rannsóknarhúss sem rísa á við Hringbraut.

Nefndarálit velferðarnefndar, 2. apríl 2014, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991 (ætlað samþykki) – þskj. 917 á 143. löggjafarþingi. – Framkvæmd lokið.
    Á 143. löggjafarþingi 2013–2014 var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991, þar sem lagt var til að lögunum yrði breytt þannig að gert yrði ráð fyrir ætluðu samþykki einstaklinga fyrir líffæragjöf. Í nefndaráliti velferðarnefndar um frumvarpið kemur fram að nefndin telji ekki tímabært að leggja til þá grundvallarbreytingu á löggjöfinni. Vísaði nefndin til þess að reynsla annarra þjóða hefði sýnt að lagabreyting ein og sér hefði ekki tilætluð áhrif og gæti vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga. Velferðarnefnd lagði til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar og að áfram yrði unnið að málinu og ákveðin atriði tekin til sérstakrar skoðunar. Í október 2014 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp til að vinna frekar að málinu og skilaði hópurinn tillögum til ráðherra í mars 2015. Á 144. löggjafarþingi 2014–2015 lagði heilbrigðisráðherra fyrir Alþingi skýrslu um hvernig fjölga mætti líffæragjöfum frá látnum einstaklingum á Íslandi þar sem þau atriði sem tilgreind voru í nefndaráliti velferðarnefndar voru tekin til sérstakrar skoðunar. Helstu niðurstöðurnar voru að bæta þyrfti íslenska löggjöf um líffæragjafir óháð því hvort tekin yrði ákvörðun um að breyta lögum þannig að gert yrði ráð fyrir ætluðu samþykki einstaklinga fyrir líffæragjöf.

Staðan á framkvæmd ályktana frá árinu 2013.


FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 18/141 um hvernig minnast skuli 100 ára afmælis kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015, 11. mars 2013, þskj. 1223. – Framkvæmd hafin.
    Framkvæmd hófst 14. september 2013 með fundi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, og kosningu nefndar. Starfsmaður var ráðinn í mars 2014. Settar voru upp sýningar í Landsbókasafni, Listasafni Íslands og Þjóðminjasafni á árinu 2015, fjöldi fyrirlestra, málþinga og tónleika voru haldnir, leikverk sett á svið, útvarps- og sjónvarpsþættir gerðir og aðrir fjölbreyttir viðburðir voru allt árið, svo sem sýningar í söfnum utan höfuðborgarinnar. Ritverk voru tekin saman, skjölum um kvennabaráttuna og úr fórum kvenna safnað og myndasöfn kvenna flokkuð. Myndasamkeppni fyrir ungmenni var haldin. Skólavefur var gerður til fræðslu um kosningarréttinn og stendur hann öllum skólum til boða án endurgjalds. Margir kvennaviðburðir voru í samstarfi við kvenfélög og kvennahreyfingar í landinu.
    Hinn 19. júní var víða gefið frí frá vinnu eftir hádegi og fjölmenn hátíðahöld fóru fram á Austurvelli í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Hátíðir voru einnig haldnar á Akureyri og í bæjum og sveitarfélögum um allt land þann dag. Í október var stór tveggja daga alþjóðleg kvennaráðstefna í Hörpu, opin öllum án endurgjalds. Nánari upplýsingar um viðburði, verkefni og dagskrár má finna á vef afmælisársins: www.kosningarettur100ara.is
    Nefndin lauk störfum í árslok 2015. Nokkur verkefni verða þó enn í gangi allt til ársins 2020. Það ár kemur út rannsóknarrit helgað 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Þingsályktun 1/142 um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, 28. júní 2013, þskj. 55. – Framkvæmd lokið.
    Lokið er þeim tíu aðgerðum sem kveðið er á um í ályktuninni. Þær leiddu til setningar fimm laga frá Alþingi sem varða stöðu heimila.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á umræddu tímabili.

FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.

INNANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 19/141 um endurbætur björgunarskipa, 11. mars 2013, þskj. 1224. – Framkvæmd lokið.
    Samningur var gerður milli innanríkisráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfestur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu 21. apríl 2013, um greiðslur úr ríkissjóði á árunum 2014–2021 til viðhalds og endurbóta á björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 14/141 um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 24. janúar 2013, þskj. 931. – Framkvæmd hafin.
    Starfshópur með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið tillögu að nýju og breyttu fyrirkomulagi þjónustu við börn og ungmenni með tal- og málþroskaröskun. Tillagan var kynnt þjónustuveitendum og hagsmunaaðilum. Áfangaskýrsla með tillögum um næstu skref verður tilbúin fyrir lok árs 2016.

Þingsályktun 16/141 um menningarstefnu, 6. mars 2013, þskj. 1149. – Framkvæmd hafin.
    Hinn 6. mars 2013 ályktaði Alþingi að fela mennta- og menningarmálaráðherra að starfa samkvæmt stefnu um listir og menningararfsstefnu. Hér er í fyrsta sinn lögð fram heildstæð menningarstefna sem myndar ramma um framtíðarsýn og áherslur ríkisins í menningarmálum. Menningarstefnan byggist m.a. á niðurstöðum menningarþings, Menningarlandið 2010 – mótun menningarstefnu, sem haldið var í apríl það ár.
    Í stefnunni eru fjórir meginþættir lagðir til grundvallar: sköpun og þátttaka í menningarlífinu, gott aðgengi að listum og menningararfi, samvinna stjórnvalda við þá fjölmörgu aðila sem starfa á sviði menningar og þátttaka barna og ungmenna í menningarlífinu.
    Árið 2013 var skipaður starfshópur til að vinna að aðgerðaáætlun í anda markmiða samþykktrar menningarstefnu um að efla menningu barna og ungmenna. Starfshópurinn um menningu barna og ungmenna skilaði af sér tillögum sínum í lok október 2014. Niðurstöðurnar eru þríþættar; listir og menning í skólastarfi, menningarstofnanir og þeirra hlutverk í menningu barna og ungmenna, aðrar aðgerðir samkvæmt kaflaskiptingu menningarstefnu, þ.e. menningarþátttaka, lifandi menningarstofnanir, samvinna í menningarmálum, Ísland í alþjóðasamhengi, starfsumhverfi í menningarmálum og stafræn menning.
    Í fjárlögum fyrir árið 2016 voru veittar 18 millj. kr. til að koma á laggirnar aðgerða-áætlun um menningu barna og ungmenna í grunnskólum landsins og var henni hleypt af stokkunum um miðjan september 2016. Þar sem fjárlög fyrir árið 2017 hafa ekki verið samþykkt er ekki hægt að nefna ákveðna upphæð sem ætluð er til innleiðingar aðgerðaáætlunarinnar, en gera má ráð fyrir að minnsta kosti sömu upphæð og árið 2016.
    Aðgerðir sem snúa að aðgengi að listum og menningararfi stafrænnar menningar hafa á þessu stigi fyrst og fremst verið á sviði íslensku og menningararfs.
    Máltæknisjóður var efldur í fjárlögum fyrir árið 2016 miðað við árið á undan og var framlag til hans 30 millj. kr. Hafist var handa við kortlagningu á tækni fyrir máltækni í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og settur á laggirnar stýrihópur til að vinna m.a. að stefnumörkun og frekari kortlagningu á stöðunni. Frekari upplýsingar um framkvæmdina er að finna í umfjöllun um þingsályktun 18/143. Unnið er að könnun og gerð skýrslu um varðveislu menningararfsins á stafrænu formi, sbr. umfjöllun um framkvæmd þingsályktunar 36/143.
    Í fjárlögum fyrir árið 2016 voru veittar 20 millj. kr. til Ríkisútvarpsins fyrir Gullkistu þess. Það verkefni felst í því að varðveita og færa í stafrænt form efni úr safni útvarpsins sem er liður í varðveislu menningararfs og miðlun hans. Ekki liggur fyrir hvort fjárveiting verður til þessa verkefnis í fjárlögum fyrir árið 2017.
    Hugað verður að innleiðingu annarra þátta menningarstefnunnar á næstu misserum.

Þingsályktun 5/143 um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 19. desember 2013, þskj. 435. – Framkvæmd lokið.
    Starfshópur skilaði skýrslu til ráðherra og skýrslan var send til Alþingis sumarið 2015.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 13/141 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 14. janúar 2013, þskj. 892. – Framkvæmd hafin.
    Verndar- og orkunýtingaráætlun var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013. Í áætluninni eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk, allt eftir því hvort þar er að finna virkjunarkosti sem nýta má til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa þá eða kanna frekar. Verkefnisstjórn þriðja áfanga áætlunarinnar skilaði ráðherra tillögum sínum og lagði ráðherra þær fram óbreyttar á 145. löggjafarþingi en málið náði ekki fram að ganga.
    Í samræmi við þingsályktunina er unnið að friðlýsingu þeirra svæða sem féllu í verndarflokk áætlunarinnar, en það eru svæði þar sem er að finna virkjunarkosti sem ekki er talið rétt að ráðast í og ástæða er talin að friðlýsa eigi gagnvart orkuvinnslu.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 15/141 um aukin áhrif Íslands á ákvarðanir á vettvangi Evrópusamstarfs, 26. febrúar 2013, þskj. 1081. – Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi 26. febrúar 2013. Í mars 2014 kynnti ríkisstjórnin Evrópustefnu sína. Í henni er áhersla lögð á að skilgreina hagsmuni í EES-samstarfinu í samvinnu við atvinnulífið, m.a. með stofnun samráðshóps með fulltrúum atvinnulífsins og greiningu hagsmunamála á mótunarstigi löggjafarinnar innan ESB. Í sérstakri aðgerðaáætlun um EES-samninginn kemur fram að gert verði átak í snemmgreiningu löggjafar á vettvangi EES til að greina á fyrstu stigum stór hagsmunamál sem kalla á sérstök viðbrögð. Unnið hefur verið á grundvelli Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar við framkvæmd EES-samningsins frá því að hún var samþykkt. Í september sl. samþykkti ríkisstjórnin lista yfir helstu forgangsmál fyrir hagsmunagæslu í EES-samstarfinu þar sem skilgreind voru helstu hagsmunamál Íslands á meðal þeirra mála sem eru í lagasetningarferli innan Evrópusambandsins. Forgangslistinn var unninn í samvinnu allra ráðuneytanna og að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og hagsmunaaðila.

Þingsályktun 20/141 um staðfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 15. mars 2013, þskj. 1274. – Framkvæmd lokið.
    Íslensk stjórnvöld tilkynntu dönskum stjórnvöldum um staðfestingu samningsins með orðsendingu hinn 25. nóvember 2013. Samningurinn öðlaðist gildi milli allra samningsríkjanna fimm hinn 1. maí 2014. Sjá einnig lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, nr. 119/2013.

Þingsályktun 21/141 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016, 21. mars 2013, þskj. 1311. – Framkvæmd hafin.
    Þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 hefur verið framfylgt frá því að hún var samþykkt. Ályktunin markar stefnu íslenskra stjórnvalda í málaflokknum yfir fjögurra ára tímabil og var sett fram á Alþingi í samræmi við 3. gr. laga nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Utanríkisráðherra mun leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2017–2021, á 146. löggjafarþingi 2016–2017. Á sama þingi mun ráðherra gefa skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar í samræmi við 9. gr. laga nr. 121/2008. Mun skýrslan fjalla um framkvæmdina árin 2013–2015.

Þingsályktun 22/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 26. mars 2013, þskj. 1351. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 10. apríl 2013.

Þingsályktun 23/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 26. mars 2013, þskj. 1352.Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 21. maí 2013.

Þingsályktun 24/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 26. mars 2013, þskj. 1353. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 3. júní 2013.

Þingsályktun 25/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 26. mars 2013, þskj. 1354. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 3. júní 2013.

Þingsályktun 27/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 27. mars 2013, þskj. 1392. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 10. apríl 2013.

Þingsályktun 1/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 4. desember 2013, þskj. 302. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þingsályktun 2/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 4. desember 2013, þskj. 303. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þingsályktun 3/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 4. desember 2013, þskj. 304. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 13. desember 2013.

Þingsályktun 4/143 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn, 4. desember 2013, þskj. 305. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 13. desember 2013.

VELFERÐARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 17/141 um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014, 11. mars 2013, þskj. 1222.
– Framkvæmd lokið.
    Flestum verkefnum framkvæmdaáætlunarinnar er lokið en nokkur verkefni eru viðvar-andi. Vinna við gerð næstu framkvæmdaáætlunar er á lokastigum og er gert ráð fyrir því að þingsályktunartillaga um nýja framkvæmdaáætlun í barnavernd verði lögð fyrir á næsta löggjafarþingi.

Staðan á framkvæmd ályktana frá árinu 2012.


FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 16/140 um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi, 20. mars 2012, þskj. 1020. – Framkvæmd lokið.
    Hinn 30. janúar 2013 skilaði verkefnastjórn um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi aðgerðaáætlun til forsætisráðuneytisins á grundvelli þingsályktunarinnar. Þá skilaði verkefnastjórnin skýrslu til ráðuneytisins 13. mars 2014 um ráðstöfun fjármuna sem tengjast græna hagkerfinu á fjárlögum fyrir árið 2013.

Þingsályktun 17/140 um úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði, 21. mars 2012, þskj. 1032. – Framkvæmd lokið.
    Nefnd sem skipuð var af forsætisráðherra skilaði skýrslu og tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði í apríl 2013.

Þingsályktun 19/140 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, 11. maí 2012, þskj. 1297. – Framkvæmd lokið.
    Framkvæmd er lokið með forsetaúrskurði um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, nr. 99/2012.

Þingsályktun 1/141 um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun, 11. október 2012, þskj. 241. – Framkvæmd lokið.
    Forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun apríl 2013. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum 3. desember 2013. Hinn 13. desember 2013 samþykkti ríkisstjórnin að fela fjármála- og efnahagsráðherra að kanna frekar grundvöll tillagna starfshópsins og hrinda þeim í framkvæmd.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 4/140 um lagningu raflína í jörð, 1. febrúar 2012, þskj. 748. – Framkvæmd lokið.
    Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína var samþykkt á Alþingi 28. maí 2015 (nr. 11/144). Byggðist hún á skýrslu nefndar um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð sem lögð var fram í október 2013 með vísan til þingsályktunar 4/140.

Þingsályktun 6/140 um norræna hollustumerkið Skráargatið, 16. febrúar 2012, þskj. 817. – Framkvæmd lokið.
    Reglugerð nr. 999/2013 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla var birt 12. nóvember 2013.

Þingsályktun 44/140 um stefnu um beina erlenda fjárfestingu, 11. júní 2012, þskj. 1497. – Framkvæmd lokið.
    Skýrsla Fjárfestingavaktarinnar var lögð fram í maí 2013 með vísan til þingsályktunarinnar.

FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTI
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.

INNANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 37/140 um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, 24. maí 2012, þskj. 1407. – Framkvæmd lokið.
    Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20. október 2012 í samræmi við þingsályktunina. Verkefninu lauk með birtingu landskjörstjórnar á niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

Þingsályktun 45/140 um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, 11. júní 2012, þskj. 1511. – Framkvæmd hafin.
    Stýrihópur á vegum ríkislögreglustjóra er að störfum.

Þingsályktun 48/140 um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022, 19. júní 2012, þskj. 1630. – Framkvæmd lokið.
    Sjá skýrslu til Alþingis um framkvæmd samgönguáætlunar.

Þingsályktun 49/140 um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland, 19. júní 2012, þskj. 1648. – Framkvæmd hafin.
    Unnið hefur verið að þessu verkefni um nokkurt skeið. Innanríkisráðherra lagði fram skýrslu um störf nefndar um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland á Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013. Haldið hefur verið áfram með þá vinnu með ítarlegri löggæsluáætlun sem byggist m.a. á áhættugreiningu með tilliti til öryggisstigs og þjónustustigs í samræmi við markmið þingsályktunarinnar. Gerð löggæsluáætlunarinnar er á lokastigi.

Þingsályktun 3/141 um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2014, 29. nóvember 2012, þskj. 592. – Framkvæmd lokið.
    Sjá skýrslu til Alþingis um framkvæmd fjarskiptaáætlunar.

Þingsályktun 4/141 um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2022, 29. nóvember 2012, þskj. 593. – Framkvæmd lokið.
    Sjá skýrslu til Alþingis um framkvæmd fjarskiptaáætlunar.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 12/140 um vestnorrænt samstarf um listamannagistingu, 23. febrúar 2012, þskj. 871. – Framkvæmd lokið.
    Ályktunin hefur verið rædd á fundi samstarfsráðherra og Vestnorræna ráðsins.
    Árið 2007 var sett á fót nýtt norrænt stuðningskerfi fyrir þá listamenn sem vilja dvelja tímabundið annars staðar á Norðurlöndunum eða í Eystrasaltsríkjunum, svokallað norrænt ferða- og dvalarstyrkjakerfi. Allir þeir sem lögheimili eiga á Norðurlöndum eða Eystrasaltsríkjum geta sótt um stuðning í þennan sjóð. Norræna menningargáttin (KKN-Kulturkontakt Nord) annast umsjón þessa ferða- og dvalarstyrkjakerfis.
    Hér á landi reka ýmis listamannasamtök og önnur samtök gestaíbúðir fyrir lista- og fræðimenn, svo sem Samband íslenskra myndlistarmanna, Rithöfundasamband Íslands og Gunnarsstofnun.
    Í samstarfssamningi vestnorrænu landanna sem gildir til ársloka 2014 er Íslandi falin ábyrgð á að koma á fót tengslanetum og dvalarstöðum í samstarfi landanna. Lista- og fræðimenn frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi hafa greiðan aðgang að norræna styrkjakerfinu og telst það ákvæði samningsins því hafa komist til fullnustu.
    Í síðustu greinargerð mennta- og menningarmálaráðuneytis um framkvæmd þessarar þingsályktunar kemur fram að ekki verði gert meira af Íslands hálfu þar sem framkvæmd hennar teljist lokið.

Þingsályktun 13/140 um ráðstefnu um tónlistarhefðir vestnorrænu landanna og möguleika til tónlistarmenntunar til hagsbóta fyrir vestnorrænu löndin, 23. febrúar 2012, þskj. 872. – Framkvæmd lokið.
    Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu samstarfi 2014 var efni þessarar ályktunar framkvæmt með norrænni ráðstefnu um menningarerfðir ásamt tónlistarhátíð henni tengdri sem fram fór á Akureyri 20.–23. ágúst. Meginefni ráðstefnunnar var þjóðtónlist og menntun listamanna í að viðhalda henni. Lista- og fræðimenn frá vestnorrænu löndunum tóku virkan þátt í ráðstefnunni.
    Vestnorræna ráðið afskrifaði á fundi sínum í september ályktun nr. 6/2011, sem fjallar um sama efni, þar sem ályktunin þótti uppfyllt.

Þingsályktun 14/140 um vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, 23. febrúar 2012, þskj. 873. – Framkvæmd lokið.
    Í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi 2014 er veittur styrkur til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til að efna til málþings í þeim tilgangi að auka tengsl milli landanna á sviði kvikmyndagerðar. Málþingið var haldið í október 2014.
    Vestnorræna ráðið afskrifaði á fundi sínum í september ályktun nr. 2/2011, sem fjallar um sama efni, þar sem ályktunin þótti uppfyllt.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTI
Þingsályktun 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni, 23. febrúar 2012, þskj. 870. – Framkvæmd lokið.
    Í þingsályktun 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni er skorað á ríkisstjórnina að láta, í samvinnu við Færeyjar og Grænland, skilgreina sameiginlega hagsmuni landanna með tilliti til meðferðar á endurvinnanlegu brotajárni og gefa Vestnorræna ráðinu skýrslu um hvernig meðferð þess er háttað í löndunum þremur.
    Ráðuneytið hefur með bréfum, dags. 3. september 2012 og 7. júní 2013, farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það láti Norðurlandaskrifstofu í té greinargerð ráðuneytisins um viðbrögð við ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 4/2011 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni. Í greinargerð ráðuneytisins er gerð grein fyrir hvernig meðferð brotajárns er háttað hérlendis. Ráðuneytið lýsir sig jafnframt tilbúið að kanna möguleika á samvinnu um meðferð brotajárns í löndunum þremur, komi fram ósk um það frá Færeyjum og Grænlandi.
    Ráðuneytið hefur samkvæmt framansögðu gert grein fyrir hvernig meðhöndlun á endurvinnanlegu brotajárni er háttað hér á landi. Ráðuneytinu hefur ekki borist ósk frá Færeyjum eða Grænlandi um að kannaðir verði möguleikar á samvinnu um meðferð brotajárns í löndunum þremur. Ráðuneytið telur að framkvæmd þessarar þingsályktunar sé af þeim sökum lokið.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 8/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 23. febrúar 2012, þskj. 867. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 21. mars 2012.

Þingsályktun 9/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 23. febrúar 2012, þskj. 868. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 5. september 2012.

Þingsályktun 10/140 um skilgreiningu á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi breyttrar stöðu norðurslóða í alþjóðakerfinu af völdum loftslagsbreytinga, 23. febrúar 2012, þskj. 869. – Framkvæmd lokið.
    Haldinn var samráðsfundur Vestnorræna ráðsins með utanríkisráðherra Íslands, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands í Reykjavík um málið sumarið 2014 í aðdraganda ársfundar Vestnorræna ráðsins. Í kjölfar ályktana ráðsins nr. 1/2011 og 2/2012 um málið er reglulegt samráð haft milli embættismanna á Íslandi, í Færeyjum og Grænlandi um málið, m.a. í aðdraganda funda í Norðurskautsráðinu. Þá hefur Alþingi samþykkt aðra þingsályktun sama efnis, nr. 12/143 (samþykkt 15. janúar 2014).

Þingsályktun 15/140 um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 15. mars 2012, þskj. 999. – Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 4. september 2012 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. janúar 2013.

Þingsályktun 18/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn, 25. apríl 2012, þskj. 1234. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 31. maí 2012.

Þingsályktun 20/140 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012, 11. maí 2012, þskj. 1302. – Framkvæmd lokið.
    Samningarnir, sem einungis voru til eins árs, voru staðfestir af Íslands hálfu 1. mars 2012. Þeim var beitt til bráðabirgða frá 1. janúar 2012.

Þingsályktun 21/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1303. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 22/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1304. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 5. september 2012.

Þingsályktun 23/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1305. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 5. september 2012.

Þingsályktun 24/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1306. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 25/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1307. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. júlí 2012.

Þingsályktun 26/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 11. maí 2012, þskj. 1308. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 28/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. maí 2012, þskj. 1364. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 29/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 16. maí 2012, þskj. 1365. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 5. september 2012.

Þingsályktun 30/140 um staðfestingu samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun), 16. maí 2012, þskj. 1366. – Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var staðfestur af Íslands hálfu 6. mars 2012 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 16. október 2012.

Þingsályktun 31/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. maí 2012, þskj. 1367. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 5. september 2012.

Þingsályktun 32/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, 16. maí 2012, þskj. 1368. Framkvæmd lokið.
Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 33/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. maí 2012, þskj. 1369. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 34/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, 16. maí 2012, þskj. 1370. – Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi 1. júlí 2014.

Þingsályktun 35/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Svartfjallalands og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Svartfjallalands, 16. maí 2012, þskj. 1371. – Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október 2012.

Þingsályktun 36/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, Kína, samnings um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Hong Kong, Kína, 16. maí 2012, þskj. 1372. – Framkvæmd lokið.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október 2012.

Þingsályktun 38/140 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2012, 24. maí 2012, þskj. 1408. – Framkvæmd lokið.
    Samningurinn, sem einungis var til eins árs, var staðfestur af Íslands hálfu 29. mars 2012. Honum var beitt til bráðabirgða frá 23. mars 2012.

Þingsályktun 39/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 1. júní 2012, þskj. 1445. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 40/140 um heimild til staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 1. júní 2012, þskj. 1446. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin var samþykkt sem ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 hinn 26. júlí 2012. Ákvörðunin öðlaðist gildi 27. júlí 2012.

Þingsályktun 41/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 1. júní 2012, þskj. 1447. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. júlí 2012.

Þingsályktun 42/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 1. júní 2012, þskj. 1448. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 6. september 2012.

Þingsályktun 46/140 um samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA), 18. júní 2012, þskj. 1614. – Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var samþykktur af Íslands hálfu 20. júní 2012 og öðlaðist gildi 21. júní 2012.

Þingsályktun 6/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 (Um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn, 22. desember 2012, þskj. 879. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. mars 2013.

Þingsályktun 7/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn, 22. desember 2012, þskj. 880. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. mars 2013.

Þingsályktun 8/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum) við EES-samninginn, 22. desember 2012, þskj. 881. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. mars 2013.

Þingsályktun 9/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn, 22. desember 2012, þskj. 882. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. mars 2013.

Þingsályktun 10/141 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 22. desember 2012, þskj. 883. – Framkvæmd lokið.
    Ákvörðunin öðlaðist gildi 4. mars 2013.

Þingsályktun 12/141 um fullgildingu viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu, 22. desember 2012, þskj. 885. – Framkvæmd lokið.
    Viðbótarbókunin var fullgilt af Íslands hálfu 15. febrúar 2013 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. júlí 2013.

VELFERÐARRÁÐUNEYTI
Þingsályktun 3/140 um staðgöngumæðrun, 18. janúar 2012, þskj. 702.
– Framkvæmd lokið.
    Starfshópur sem skipaður var í september 2012, í samræmi við þingsályktunina, skilaði frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni til heilbrigðisráðherra í febrúar 2015. Við undirbúning frumvarpsins leitaðist starfshópurinn við að raungera markmið Alþingis eins og þau birtast í þingsályktuninni. Frumvarpið var lagt fram á 144. löggjafarþingi 2014–2015 en hlaut ekki afgreiðslu. Frumvarpið var lagt fram að nýju á haustþingi 2015 og hlaut ekki afgreiðslu.

Þingsályktun 5/140 um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni, 16. febrúar 2012, þskj. 816. – Framkvæmd hafin.
    Verkefnið var hluti af þingsályktunartillögu um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 sem lögð var fram á Alþingi 2012 en var ekki afgreidd. Árið 2015 skipaði heilbrigðisráðherra verkefnisstjórn sem var falið að greina stöðu á heilbrigðishluta öldrunarþjónustunnar og móta tillögur að stefnu í málaflokknum. Efni þingsályktunar Alþingis um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara var nýtt í þeirri vinnu en endanlegri úrvinnslu á tillögum verkefnisstjórnarinnar er ekki lokið.

Þingsályktun 27/140 um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks, 15. maí 2012, þskj. 1338. – Framkvæmd hafin.
    Þær áherslur sem starfshópur velferðarráðherra um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks frá september 2011 lagði fram og er grundvöllur þingsályktunarinnar hafa verið unnar áfram í stefnumótun á undanförnum árum. Í tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 sem lögð var fram á Alþingi haustið 2012 var gert ráð fyrir stofnun sérstakra þjónustueininga fyrir ungt fólk. Í þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára eru m.a. aðgerðir um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslu og á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, samþætta og samhæfða þjónustu fagaðila og stofnana og stuðning við foreldra í uppeldishlutverki þeirra. Í lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun til að stuðla að heilsueflandi semfélagi með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri, sem birt var í september 2016, eru einnig aðgerðir sem stuðla að forvörnum meðal ungs fólks, svo sem um heilsueflandi samfélag, stuðning við foreldra í uppeldishlutverki sínu og gerð námsefnis um geðrækt.

Þingsályktun 43/140 um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 11. júní 2012, þskj. 1496. – Framkvæmd hafin.
    Félags- og húsnæðismálaráðherra lengdi gildistíma framkvæmdaáætlunarinnar um tvö ár og er unnið að áætluninni á ýmsum sviðum samfélagsins. Samráðshópur skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis hefur fylgt áætluninni eftir og verkefnisstjóri framkvæmdaáætlunarinnar er samræmingaraðili og hefur heildarsýn. Samráðshópur velferðarráðuneytis hefur forgangsraðað þeim fjármunum sem varið hefur verið til framkvæmdaáætlunarinnar. Unnið hefur verið að nýrri tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017–2021 og liggur hún fyrir í drögum til umsagnar á netinu.