Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 218  —  151. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um húsnæði ríkisstofnana.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu stórt er húsnæði einstakra stofnana í A-hluta ríkisins, hve stór hluti er skrifstofuhúsnæði og hver er fjöldi ársverka þessara stofnana árið 2016?
     2.      Hvert er fermetraverð leiguhúsnæðis fyrrgreindra stofnana, hvort sem húsnæðið er í eigu ríkisins eða einkaaðila? Í þeim tilfellum þar sem húsnæðið er í einkaeigu er óskað eftir upplýsingum um hver sé leigusali.
     3.      Hvaða leiguverð greiða Ríkiseignir fyrir mismunandi húsnæðisgerðir, svo sem skrifstofurými, geymslurými o.s.frv.?


Skriflegt svar óskast.