Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 219  —  152. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um vistunarúrræði fyrir börn með fötlun.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


          1.      Hversu mörg börn eru vistuð utan heimilis í sérúrræðum vegna fötlunar?
          2.      Hversu mörg börn eru vistuð utan heimilis í sérúrræðum vegna margþætts vanda?
          3.      Á hvaða lagagrundvelli eru börn vistuð utan heimilis?
          4.      Með hvaða hætti er eftirlit með vistun barna utan heimilis?
          5.      Með hvaða hætti er eftirlit með máli hvers barns?
          6.      Hvaða stjórnvald ber ábyrgð á eftirliti með vistun barna utan heimilis?
          7.      Hvernig skiptist kostnaður á milli ríkis og sveitarfélaga?
          8.      Hvaða kostnað bera aðstandendur barna með fötlun sem þiggja vistunarúrræði?


Skriflegt svar óskast.