Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 364  —  262. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um samræmd könnunarpróf og Menntamálastofnun.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Við hvaða aðila var haft samráð þegar reglum um framkvæmd samræmdra könnunarprófa var breytt til núverandi horfs?
     2.      Hvernig var háttað kynningu á síðustu breytingum á reglum um framkvæmd samræmdra könnunarprófa?
     3.      Hver er kostnaðurinn við prófakerfið FastTest sem Menntamálastofnun kaupir af bandarískum aðila?
     4.      Hafa niðurstöðu samræmdra prófa þýðingu fyrir umsóknir nema um framhaldsskóla?
     5.      Hvernig er formlegri ákvarðanatöku um málefni sem heyra undir Menntamálastofnun háttað og hvert er annars vegar hlutverk ráðgjafarnefndar og hins vegar hlutverk fagráða?


Skriflegt svar óskast.