Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 462  —  337. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verðmæti veiða í ám og vötnum.

Frá Bjarna Jónssyni.

     1.      Hefur nýlega verið lagt mat á verðmætasköpun sem veiði í ám og vötnum stendur undir og þýðingu veiða á vatnafiskum fyrir byggð í sveitum landsins, og ef svo er, hverjar eru meginniðurstöður slíks mats?
     2.      Telur ráðherra að áform um aukið laxeldi í sjó krefjist nýs verðmæta- og áhættumats fyrir veiði í ám og vötnum?
     3.      Hvernig telur ráðherra að haga beri umgengni um þá auðlind sem villtir íslenskir laxfiskar eru og varðveislu erfðauðlindar þeirra til framtíðar?


Skriflegt svar óskast.