Ferill 412. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 887  —  412. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu (eftirlit með vigtunarleyfishöfum).

Frá Gunnari Ingiberg Guðmundssyni.


    Við I. kafla bætist ný grein sem verði 1. gr., svohljóðandi:
    Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein sem verður 5. gr. a, svohljóðandi:
    Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.