Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1036  —  306. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði).

(Eftir 2. umræðu, 31. maí.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal Jöfnunarsjóður greiða sveitarfélögum á árinu 2017 sérstakt framlag að fjárhæð 650 millj. kr. sem skiptast skal hlutfallslega milli þeirra í samræmi við hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari á árinu 2016.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag greiðslna og uppgjör á hinu sérstaka framlagi samkvæmt þessu ákvæði að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.