Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
2. uppprentun.

Þingskjal 1058  —  263. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir (laumufarþegar, stjórnsýsluviðurlög, bakgrunnsathuganir o.fl.).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „svæðum“ í 10. tölul. komi: haftasvæðum.
                  b.      11. tölul. orðist svo: Bakgrunnsathugun: Athugun lögreglu á því hver viðkomandi einstaklingur sé og skoðun lögregluupplýsinga um hann, m.a. um sakaferil, þ.m.t. hvort hann eigi afbrotaferil að baki. Athugunin er liður í mati á því hvort óhætt sé að veita einstaklingnum jákvæða umsögn og Samgöngustofu sé þar með unnt að veita honum aðgang að haftasvæðum og/eða viðkvæmum upplýsingum.
                  c.      12. tölul. orðist svo: Trúnaðarupplýsingar/viðkvæmar upplýsingar: Upplýsingar sem gæta þarf sérstaks trúnaðar um.
                  d.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Haftasvæði: Svæði sem sætir aðgangstakmörkun í samræmi við verndaráætlun.
     2.      Við 2. gr. bætist tveir nýir liðir, svohljóðandi:
                  a.      Í stað orðanna „Tollstjórinn í Reykjavík“ í 1. málsl. 9. mgr. kemur: Tollstjóri.
                  b.      Í stað orðanna „Tollstjórar“ og „setja“ í 2. málsl. 9. mgr. kemur: Tollstjóri; og: setur.
     3.      3. gr., er verði 4. gr., orðist svo:
                 Í stað orðanna „Tollstjórinn í Reykjavík“ í 1. og 2. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 9. gr., orðanna „Tollstjórar hafa“ í 1. mgr. 7. gr., orðanna „tollstjórans í Reykjavík“ í 1. mgr. 7. gr. og orðsins „tollstjórar“ í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: Tollstjóri; Tollstjóri hefur; tollstjóra; og: tollstjóri.
     4.      2. málsl. 3. efnismgr. 4. gr., er verði 3. gr., falli brott.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „svæðum“ kemur: haftasvæðum.
                  b.      1. mgr. b-liðar orðist svo:
                      Án heimildar hafnaryfirvalda er einstaklingi óheimilt að fara inn á höfn, hafnaraðstöðu eða hluta haftasvæða, nema annað leiði af ákvæðum annarra laga.
                  c.      Í stað orðanna „Óheimilt er einstaklingi, án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags“ í 2. mgr. b-liðar komi: Án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags er einstaklingi óheimilt.
                  d.      Á eftir orðinu „far“ í 2. mgr. b-liðar komi: með skipi.
                  e.      Í stað orðsins „hættustig“ í 3. mgr. b-liðar komi: vástig.
                  f.      Í stað orðanna „ganga úr skugga um, áður en farþegi fer um borð í skip“ í 3. mgr. b-liðar komi: áður en farþegi fer um borð í skip, ganga úr skugga um.
     6.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðsins „svæðum“ tvívegis í 1. efnismgr., í 6. og 8. efnismgr. og í fyrirsögn komi: haftasvæðum.
                  b.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimild lögreglu til öflunar upplýsinga skv. a-lið 2. mgr. takmarkast við síðustu fimm ár.
                  c.      Í stað orðanna „sé það mat lögreglu að upplýsingarnar gefi tilefni til að“ í 1. málsl. 4. efnismgr. komi: gefi þær rökstudda ástæðu til að.
                  d.      Við 7. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um afturköllun jákvæðrar umsagnar.
                  e.      Á eftir 7. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sé umsögn neikvæð getur viðkomandi einstaklingur dregið til baka samþykki sitt fyrir miðlun þeirra upplýsinga til Samgöngustofu.
     7.      Í stað orðsins „svæðum“ í 7. gr. komi: haftasvæðum.
     8.      8. gr. falli brott.
     9.      9. gr. falli brott.
     10.      Við 10. gr.
                  a.      1. efnismgr. orðist svo:
                      Án gildrar aðgangsheimildar er einstaklingi óheimilt að fara inn á skilgreint haftasvæði flugverndar á flugvelli eða flugvallarsvæði þar sem aðgangur hefur verið takmarkaður eða bannaður, sbr. 1. mgr.
                  b.      Í stað orðanna „Óheimilt er einstaklingi“ í 2. efnismgr. komi: Einstaklingi er óheimilt.
                  c.      Í stað orðanna „skuli ganga úr skugga um, áður en farþegi fer um borð í loftfar“ í 3. efnismgr. komi: skuli áður en farþegi fer um borð í loftfar ganga úr skugga um.
     11.      Við 11. gr.
                  a.      Á eftir 2. mgr. a-liðar komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimild lögreglu til öflunar upplýsinga skv. a-lið 2. mgr. takmarkast við síðustu fimm ár.
                  b.      Í stað orðanna „sé það mat lögreglu að upplýsingarnar gefi tilefni til að“ í 2. málsl. 4. mgr. a-liðar komi: gefi þær rökstudda ástæðu til að.
                  c.      Á eftir orðunum „athugun sinni“ í 6. mgr. a-liðar komi: með neikvæðri umsögn.
                  d.      Á eftir 6. mgr. a-liðar komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sé umsögn neikvæð getur viðkomandi einstaklingur dregið til baka samþykki sitt fyrir miðlun þeirra upplýsinga til Samgöngustofu.
                  e.      Í stað orðsins „framangreindu“ tvívegis í 7. mgr. a-liðar komi: þessari grein.
                  f.      Í stað orðsins „gefið“ í b-lið komi: veitt.
     12.      1. efnismálsl. a-liðar 12. gr. orðist svo: Séu févíti eða dagsektir samkvæmt þessari grein ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Samgöngustofu skal greiða dráttarvexti af fjárhæð þeirra.
     13.      13. gr. falli brott.
     14.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir (laumufarþegar, bakgrunnsathuganir o.fl.).