Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1110  —  234. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um ökugerði.


     1.      Hvar eru ökugerði, þau sem skylt er að sækja vegna ökunáms, staðsett á landinu?
    Ökugerðin eru í Hafnarfirði og á Akureyri.

     2.      Hverjir eiga ökugerðin?
    Sundurliðun á eignarhaldi á Ökugerðinu í Hafnarfirði – Ökuskóla 3 ehf. má sjá í eftirfarandi töflu:

Tafla 1. Ökugerðið í Hafnarfirði – Ökuskóli 3 ehf., kt. 650213-0330.
Ökukennarafélag Íslands 60,00%
Sjóvá – Forvarnahúsið ehf. 22,22%
Ökutækni ehf. 17,78%.
Alls 100%

    Sundurliðun á eignarhaldi á Ökugerðinu Akureyri má sjá í eftirfarandi töflu:

Tafla 2. Ökugerðið Akureyri ehf., kt. 490310-1930.
Dverghóll ehf. 42,42%
Bílaklúbbur Akureyrar 32,24%
Kristinn Örn Jónsson 8,17%
Höldur ehf. 17,17%
Alls     100%

     3.      Hvað kostar sá hluti ökunáms sem fram fer í ökugerði?
    Ökugerðið í Hafnarfirði – Ökuskóli 3 ehf. innheimtir 43.000 kr. fyrir venjulegt námskeið en 44.500 kr. fyrir námskeið sem túlkuð eru á önnur tungumál. Ökugerðið Akureyri ehf. innheimtir 42.000 kr.