Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1274  —  669. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um hag barna við foreldramissi.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver er réttarstaða barna við missi foreldris, hver eru félagsleg réttindi þeirra og hverjir teljast nánustu aðstandendur?
     2.      Hve margir foreldrar barna yngri en 18 ára hafa látið lífið sl. 20 ár og hvernig skiptast dánarorsakir hlutfallslega, þ.e. krabbamein, sjálfsvíg, fíknisjúkdómar, geðsjúkdómar, illvígir líkamlegir sjúkdómar og aðrir alvarlegir sjúkdómar, slys og skyndidauði? Svar óskast sundurliðað eftir kyni, aldri og hjúskaparstöðu.
     3.      Hversu mörg börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri sitt, annað eða bæði, sl. 20 ár, sundurgreint eftir aldri og kyni barnanna?
     4.      Hversu mörg börn undir 18 ára aldri hafa misst stjúpforeldri sitt sl. 20 ár, sundurgreint á sama hátt?
     5.      Í hve mörgum þessara tilvika var annað foreldri barns á lífi og hver var hjúskaparstaða þess og tengsl við barnið, stjúpforeldri, ættleiðingarforeldri, o.s.frv.?
     6.      Hve mörg börn njóta sérstaks barnalífeyris frá TR og hvers vegna, sundurliðað eftir aldri og kyni?


Skriflegt svar óskast.