Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 214  —  208. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um byrlun ólyfjanar.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu margar kærur hafa borist lögreglu frá árinu 2007 vegna afbrota þar sem einstaklingur telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan sem dregur úr meðvitund hans, sjálfstjórn eða getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hvernig telur ráðherra rétt að lögregluyfirvöld bregðist við tilkynningum þar sem grunur er um slíkan verknað? Liggja fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu slíkra mála?
     3.      Telur ráðherra að kveða þurfi skýrt á um það í almennum hegningarlögum að það sé refsivert brot að byrla einstaklingum ólyfjan? Ef svo er, hyggst ráðherra hefja vinnu við frumvarp til breytingar á lögum hvað það varðar?


Skriflegt svar óskast.