Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 494  —  144. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um veiðigjald.

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (LRM, HSK, ÁsF, KÓP, NTF).


     1.      Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Nytjastofnar sem hafa minna aflaverðmæti en 100 millj. kr. á ári samkvæmt vegnu meðaltali næstliðinna þriggja ára mynda ekki stofn veiðigjalds.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „óglöggar“ í 3. mgr. komi: ótrúverðugar.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er verði 4. mgr., svohljóðandi:
                     Komi í ljós við yfirferð greinargerðar sem getur í 3. mgr. að hún er ranglega útfyllt þannig að tekjur eru verulega vantaldar eða kostnaður oftalinn skal ríkisskattstjóri leggja á rekstraraðila sérstakt gjald sem nemur 5% af vantalinni tekjufjárhæð og/eða oftöldum kostnaði. Gjald þetta skal leggja á óháð því hvort vantaldar tekjur og/eða oftalinn kostnaður leiðir sem slíkur til leiðréttingar á reiknistofni veiðigjalds. Þá varðar engu þótt leiðrétting sé gerð síðar en tillaga er gerð til ráðherra skv. 4. gr. Ákvörðun ríkisskattstjóra um álagningu þessa gjalds er kæranleg til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.
                  c.      Í stað orðsins „standa“ í 4. mgr. komi: kveðið er á um.
     3.      1. málsl. 3. mgr. 6. gr. orðist svo: Við álagningu veiðigjalds skal frítekjumark nema 40% af fyrstu 6 millj. kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila.
     4.      Í stað orðsins „tollstjóri“ í 1. mgr. 7. gr. komi: ríkisskattstjóri.
     5.      Í stað tilvísunarinnar „7.–8. gr.“ í 3. mgr. 8. gr. komi: 6. og 7. gr.
     6.      Skammstöfunin „o.fl.“ í fyrirsögn 10. gr. falli brott.