Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 913  —  544. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kaupskip.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hversu mörg kaupskip voru skráð í íslensku skipaskránni 1. janúar 2018?
     2.      Hversu mörg kaupskip sem eru í eigu íslenskra hluta- eða einkahlutafélaga sem stunda millilanda- og strandsiglingar með vörur, samkvæmt atvinnugreinaflokkun, eru skráð í erlendum skipaskrám?
     3.      Hvernig hafa nágrannalönd okkar, Færeyjar, Danmörk og Noregur, hvatt skipafélög til þess að skrá skip sín í þeim löndum?
     4.      Hefur ráðherra í hyggju að skoða hvort rétt væri að breyta lögum nr. 38/2007, um íslenska alþjóðlega skipaskrá, með það fyrir augum að hvatar séu fyrir íslensk skipafélög að skrá skip sín á Íslandi án þess þó að horfið sé frá þeirri meginreglu að íslenskir kjarasamningar gildi um áhafnir kaupskipa sem hér eru skráð?


Skriflegt svar óskast.