Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1022  —  617. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um umbætur á leigubílamarkaði.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvaða vinna hefur átt sér stað á vettvangi samgönguyfirvalda varðandi umbætur á leigubílamarkaði frá því að starfshópur um endurskoðun á regluverki um akstur leigubíla skilaði skýrslu með tillögum til ráðherra í mars á síðasta ári?
     2.      Skipta umbætur á leigubílamarkaði máli þegar unnið er að stefnumótun í almenningssamgöngum á landsvísu eða eru þessi mál ótengd að mati ráðherra?