Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1512  —  255. mál.
Viðbót.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Kannað verði“ í 1. tölul. 2. mgr. komi: Kanna skal.
                  b.      3. og 4. málsl. 1. tölul. 2. mgr. orðist svo: Að gættri trúnaðar- og þagnarskyldu skal heilbrigðisstarfsmaður hafa samráð við heilsugæsluna þar sem barnið á lögheimili um að bjóða barninu og þeim sem annast barnið í veikindum foreldris samtal skv. 3. mgr. Ef við á skal viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður, í samráði við heilsugæsluna, félagsmálanefnd viðkomandi sveitarfélags og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins skv. 22. gr. a laga um leikskóla, 17. gr. a laga um grunnskóla eða 34. gr. a laga um framhaldsskóla.
                  c.      4. málsl. 2. tölul. 2. mgr. orðist svo: Ef við á skal viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins skv. 22. gr. a laga um leikskóla, 17. gr. a laga um grunnskóla eða 34. gr. a laga um framhaldsskóla.
                  d.      Í stað orðanna „Foreldri, forsjáraðili eða forráðamaður“ í 4. mgr. komi: Foreldri eða forsjáraðili.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „foreldri, forsjáraðila eða forráðamanni“ í 2. málsl. og orðanna „foreldri, forsjáraðila eða forráðamann“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: foreldri eða forsjáraðila.
                  b.      Orðin „sem er 15 ára eða eldra“ í lokamálslið 4. mgr. falli brott.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „heilbrigðisstofnun þar sem foreldrið er til meðferðar eða“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: þá heilsugæslu.
                  b.      Á eftir orðunum „sem hefur móttekið tilkynningu um andlát foreldris“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „heilbrigðisstofnun þar sem foreldrið er til meðferðar eða“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: þá heilsugæslu.
                  b.      Á eftir orðunum „sem hefur móttekið tilkynningu um andlát foreldris“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili.
     5.      Við 9. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „heilbrigðisstofnun þar sem foreldrið er til meðferðar eða“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: þá heilsugæslu.
                  b.      Á eftir orðunum „sem hefur móttekið tilkynningu um andlát foreldris“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili.