Ferill 790. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1650  —  790. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, SilG).


     1.      Lokamálsliður 3. mgr. 5. gr. falli brott.
     2.      Orðin „um gjaldtöku“ í j-lið 1. mgr. 8. gr. falli brott.
     3.      Á eftir orðunum „sem ráðherra skipar skulu“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. komi: koma fyrir þá þingnefnd sem þingforseti ákveður áður en skipun tekur gildi eða svo fljótt sem auðið er. Þeir skulu.
     4.      Á eftir orðunum „sem ráðherra skipar skulu“ í 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. komi: koma fyrir þá þingnefnd sem þingforseti ákveður áður en skipun tekur gildi eða svo fljótt sem auðið er. Þeir skulu.
     5.      B-liður 13. gr. orðist svo: fjalla um og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármálakerfið, í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika, og beina í því skyni ábendingum til viðeigandi stjórnvalda þegar tilefni er til.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað 5. og 6. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Opinberlega skal birta ákvarðanir fjármálastöðugleikanefndar um beitingu stjórntækja á sviði fjármálastöðugleika og gera grein fyrir forsendum þeirra og mati á ástandi, svo og birta fundargerðir þess efnis, nema ef ætla má að opinber birting geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Fjármálastöðugleikanefnd skal skila Alþingi skýrslu um störf sín einu sinni á ári. Skýrsluna skal ræða í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
     7.      Á eftir orðunum „sem ráðherra skipar skulu“ í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. komi: koma fyrir þá þingnefnd sem þingforseti ákveður áður en skipun tekur gildi eða svo fljótt sem auðið er. Þeir skulu.
     8.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað lokamálsliðar 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitsnefnd er heimilt að birta opinberlega ákvarðanir sínar. Þó skal ekki birta ákvörðun verði hún talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varði hún ekki hagsmuni markaðarins sem slíks eða ef ætla má að birting hennar valdi hlutaðeigandi aðilum tjóni sem telst ekki í samræmi við tilefni ákvörðunarinnar.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Fjármálaeftirlitsnefnd skal skila Alþingi skýrslu um störf sín einu sinni á ári. Skýrsluna skal ræða í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
     9.      2. málsl. 2. mgr. 27. gr. verði 3. mgr.
     10.      Við 35. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „peningamála“ í 1. málsl. komi: fjármálastöðugleika.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Seðlabankinn skal stuðla að aukinni fræðslu um peningastefnuna og hlutverk Seðlabankans við að tryggja fjármálastöðugleika og heilbrigði fjármálakerfisins.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Hagrannsóknir og fræðsla.
     11.      Í stað orðanna „þótt um sé að ræða“ í lokamálslið 6. mgr. 40. gr. komi: þó um.
     12.      Við 42. gr.
                  a.      Á undan orðinu „greiðslumiðlunar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: auk.
                  b.      Í stað orðanna „um hvers kyns gjaldtöku“ í 2. mgr. komi: fyrir hvers kyns þjónustu.
     13.      Við 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Laun þeirra sem fluttir eru í embætti varaseðlabankastjóra samkvæmt þeirri grein skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert miðað við þær forsendur sem lýst er í 3. mgr. 5. gr. laga þessara.
     14.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Innan tveggja ára frá gildistöku laga þessara skal ráðherra flytja Alþingi skýrslu um reynsluna af starfi nefnda Seðlabanka Íslands eftir gildistökuna, m.a. með hliðsjón af skiptingu verkefna á milli fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar.