Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1770  —  416. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Í stað „20.–23. gr.“ í 3. mgr. 21. gr. komi: 20.–22. gr.
     2.      2. mgr. 29. gr. falli brott.
     3.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 29. gr. skal ráðherra tímanlega fyrir 1. september 2020 birta skrá yfir rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu í samræmi við 3. gr.
     4.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 29. gr. skal ráðherra þegar hefja vinnu við gerð stefnu um net- og upplýsingaöryggi skv. 1. mgr. 4. gr. og skipa netöryggisráð í samræmi við 2. mgr. 4. gr.