Ferill 766. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1913  —  766. mál.
3. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (innflutningur búfjárafurða).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið á ný að lokinni 2. umræðu. Meiri hluti nefndarinnar leggur áherslu á mikilvægi þess að frumvarpið verði samþykkt svo að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar gagnvart EES-samningnum. Meiri hlutinn telur þó nauðsynlegt að mótvægisaðgerðir samkvæmt fyrrgreindri aðgerðaáætlun komist til framkvæmda hið fyrsta. Hvað gildistöku laganna varðar liggur fyrir samkomulag milli þingflokka um að fresta henni til 1. janúar 2020 m.a. til þess að betra tóm gefist til að vinna að aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Leggur meiri hlutinn því til breytingu þess efnis.
    Meiri hlutinn telur æskilegt að reglulega verði helstu hagsmunaaðilar upplýstir um framvindu þeirra aðgerða sem settar eru fram í þingsályktuninni um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.
    Með vísan til alls framangreinds leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    12. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020 nema 4., 10. og 11. gr. sem öðlast þegar gildi.


Alþingi, 19. júní 2019.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form., frsm.
Ásmundur Friðriksson. Halla Signý Kristjánsdóttir.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Líneik Anna Sævarsdóttir. Njáll Trausti Friðbertsson.