Ferill 981. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2058  —  981. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um auðkennaþjófnað á netinu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða upplýsingar liggja fyrir hér á landi um tíðni auðkennaþjófnaðar á netinu?
     2.      Er til skilgreining á auðkennaþjófnaði? Er til sérstök skilgreining fyrir auðkennaþjófnað á samfélagsmiðlum eða samskiptamiðlum?
     3.      Hver eru viðurlög við auðkennaþjófnaði hér á landi?


    Ráðherra hefur þegar falið refsiréttarnefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsiákvæði í hegningarlög sem tekur sérstaklega á auðkennaþjófnaði. Við þá skoðun verður farið yfir þau atriði sem fyrirspurnin lýtur að. Þó er rétt að benda á að fram hefur komið hjá varahéraðssaksóknara að svokallaður auðkennaþjófnaður þar sem einstaklingar villa á sér heimildir á samfélagsmiðlum sé að aukast.