Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 132  —  132. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stuðning við nýsköpun.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hver hefur verið þróun framlaga til stoðkerfis nýsköpunar síðustu 10 ár? Hvernig hafa þau framlög skipst eftir landshlutum?
     2.      Hver hefur verið þróunin á fjölda stöðugilda hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands síðustu 10 ár eftir landshlutum?
     3.      Hver hefur þróunin verið utan höfuðborgarsvæðisins á fjölda stöðugilda hjá öðrum stoðstofnunum nýsköpunar, til að mynda hjá atvinnuþróunarfélögum og/eða landshlutasamtökum þar sem það á við, eða öðrum þeim sem styðja við nýsköpun?


Skriflegt svar óskast.