Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 153  —  153. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvalreka.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur verið tilkynnt um hvalreka á undanförnum 10 árum? Svarið óskast sundurliðað eftir dagsetningu, strandstað, tegund og fjölda dýra á hverjum stað.
     2.      Hefur verið skoðað hvaða tengsl kunna að vera á milli hvalreka og:
                  a.      umferðar skipa nálægt hvalavöðum, til að mynda hvalaskoðunarbáta,
                  b.      umferðar skipa sem senda frá sér öflug hljóðsjármerki, til að mynda herskipa og kafbáta,
                  c.      bergmálsrannsókna olíuleitarskipa,
                  d.      notkunar hvalafæla til að halda hvölum frá veiðarfærum skipa,
                  e.      notkunar hljóðsjárbauja og annarra hljóðmyndandi verkfæra við kafbátaleit, eða
                  f.      annarrar hljóðmengunar af mannavöldum?
     3.      Hafa verið gerðar viðeigandi krufningar og sýnataka á strönduðum hvölum sem geta gefið upplýsingar um dánarorsök, svo sem:
                  a.      sjúkdómsvaldandi örverur,
                  b.      köfunarveiki, eða
                  c.      skaði á innra eyra vegna hljóðmengunar í nálægð við hvalina?
     4.      Er fyrirhugað að vinna slík sýni og leita niðurstaðna?


Skriflegt svar óskast.