Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 317  —  282. mál.
Leiðrétting.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga.

Frá Álfheiði Eymarsdóttur.


     1.      Hversu margir fangar sættu gæsluvarðhaldi á árunum 2014–2018? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og heildarlengd gæsluvarðhalds, þ.m.t. eftir fjölda úrskurða um gæsluvarðhald sem og framlengingu á gæsluvarðhaldsúrskurðum.
     2.      Hversu margir fangar sættu einangrunarvist samkvæmt úrskurði sömu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og lengd einangrunarvistar.
     3.      Hversu oft sættu fangar á þessum árum vistun á öryggisgangi fangelsa? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og lengd vistunar á öryggisgöngum.
     4.      Hver tekur ákvarðanir um vistanir á öryggisgangi fangelsa? Á hvaða lagagrundvelli byggjast þær ákvarðanir og hversu algengt er að þær séu framlengdar?
     5.      Telur ráðherra fyrirkomulag gæsluvarðhalds og einangrunarvistar, sem og ákvarðanir um vistanir á öryggisgöngum, samrýmanlegt 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 3. og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu?


Skriflegt svar óskast.