Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 446  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, NTF, PállM, SÞÁ).


     1.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.22    Að selja fasteignir í eigu ríkisins á Vífilsstöðum sem nýtast ekki undir starfsemi á vegum ríkisins.
         2.23    Að selja eða leigja fasteignir í eigu ríkisins við Kópavogsbraut 5a–c, Kópavogi.
         2.24    Að selja íþróttahús í eigu ríkisins við Stakkahlíð, Reykjavík.
     2.      Við 6. gr. Nýr liður:
         3.14    Að selja eignarhlut ríkisins í skrifstofuhúsnæði að Flugvallarvegi 13 við Egilsstaðaflugvöll.
     3.      Við 6. gr. Nýr liður:
         5.9        Að koma á fót hlutafélagi með allt að 100 m.kr. hlutafé sem hafi það hlutverk að annast minni fjárfestingar fyrir hönd stofnana ríkisins.
     4.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        6.22    Að kaupa eða leigja hentugt viðbótarhúsnæði fyrir Þjóðleikhúsið vegna fyrirhugaðs samstarfs við Íslenska dansflokkinn.
        6.23    Að kaupa að tillögu Þjóðminjasafns Íslands landspildu ásamt húsum og mannvirkjum úr landi Keldna á Rangárvöllum.
        6.24    Að nýta eignir sem heimilt er að selja sem endurgjald við kaup og leigu skrifstofu- eða atvinnuhúsnæðis vegna þarfa ríkisins.
         6.25    Að leigja eða kaupa húsnæði sem nýtist sem stækkun á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
     5.      Við 6. gr. Nýr liður:
        7.25    Að selja varðskipin Ægi og Tý og kaupa eða leigja hagkvæmari skip í staðinn.