Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 556  —  403. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar, sem hafa farið í gegnum færni- og heilsumat, eru á biðlista eftir varanlegu hjúkrunar- og dvalarrými (fyrsta val á heimili), sundurliðað eftir heimilum sem fá greidd daggjöld frá Sjúkratryggingum Íslands?
     2.      Hver er meðalbiðtími þeirra sem eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
     3.      Hvert er hlutfall þeirra sem hlotið hafa varanlega vist á hjúkrunar- og dvalarheimili og hafa færni- og heilsumat úr öðrum heilbrigðisumdæmum en viðkomandi heimili er í, sundurliðað eftir hjúkrunar- og dvalarheimilum?
     4.      Hversu margir þeirra, sem hafa færni- og heilsumat og eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými, liggja á legudeildum heilbrigðisstofnana, þar á meðal Landspítala? Hvert er hlutfall legudaga þessara einstaklinga af heildarlegudögum viðkomandi legudeilda frá síðastliðnum áramótum?


Skriflegt svar óskast.