Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 655  —  318. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði matvæla (einföldun regluverks, Matvælasjóður og EES-reglur).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (LRM, ÁsF, HSK, NTF, UnaH).


     1.      Orðin „1. mgr. 25. gr.“ í d-lið 1. gr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „efni og hluti sem geta komist í snertingu við matvæli“ í 9. tölul. komi: matvælasnertiefni.
                  b.      Í stað orðanna „hver sá kjötmatsmaður“ í 14. tölul. komi: hver sá.
                  c.      Í stað orðanna „slík matvælasnertiefni eru samsett“ í 17. tölul. komi: slíkir hlutir eru samsettir.
                  d.      Í stað orðanna „Hugtakið „matvæli““ í 2. málsl. 18. tölul. komi: Hugtakið.
                  e.      19. tölul. falli brott.
                  f.      Á eftir 22. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Opinberir eftirlitsaðilar eru Matvælastofnun eða heilbrigðisnefndir sveitarfélaga í samræmi við 6. og 22. gr.
     3.      Orðin „1. málsl. 3. mgr. 28. gr. a“ í c-lið 6. gr. falli brott.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „hér á landi og í“ í 1. málsl. efnismálsgreinar komi: öðrum.
                  b.      Greinin verði 6. gr.
     5.      A-liður 8. gr. orðist svo: Í stað orðanna „hvor aðilinn skuli fara með opinbert eftirlit og veita leyfi skv. 20. gr.“ í 2. mgr. komi: um verkaskiptingu framangreindra stjórnvalda um opinbert eftirlit og leyfisveitingar skv. 20. gr.
     6.      Í stað orðsins „aðila“ í efnismálsgrein 10. gr. komi: lögaðila.
     7.      Í stað orðanna „á þeim stöðum“ í 2. málsl. 2. efnismgr. 11. gr. komi: að þeim stöðum.
     8.      Við 13. gr.
                  a.      G-liður 1. efnismgr. a-liðar orðist svo: kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.
                  b.      Í stað orðanna „8. mgr.“ í b-lið komi: 3. mgr.
     9.      Við c-lið 15. gr. (27. gr. g).
                  a.      Í stað orðanna „landbúnaði og sjávarútvegi“ í 1. mgr. komi: landbúnaðar- og sjávarafurðum.
                  b.      Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 4. málsl. 4. mgr. komi: Ráðherra.
     10.      Á eftir 15. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (16. gr.)
                      Í stað orðanna „almenns matvælaeftirlits“ í 1. málsl. 3. mgr. 28. gr. a laganna kemur: opinbers eftirlits.
                  b.      (17. gr.)
                      29. gr. laganna orðast svo:
                      Leiki grunur á að ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim séu brotin er unnt að tilkynna um brot eða miðla gögnum um brot til Matvælastofnunar. Matvælastofnun skal kanna hvort tilkynning sé á rökum reist og grípa til viðeigandi ráðstafana á grundvelli laganna ef stofnunin telur þörf á.
                      Matvælafyrirtæki er óheimilt að láta aðila sem hefur tilkynnt um brot eða miðlað gögnum skv. 1. mgr. sæta óréttlátri meðferð.
                      Matvælastofnun skal gæta leyndar um persónuupplýsingar sem berast um þann sem tilkynnir um brot eða miðlar gögnum skv. 1. mgr. nema viðkomandi veiti afdráttarlaust samþykki sitt.
     11.      Orðið „einnig“ í 16. gr. falli brott.
     12.      A-liður 18. gr. orðist svo: 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 852/2004 frá 29. apríl 2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 frá 29. apríl 2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt, sbr. ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2007 frá 26. október 2007 og nr. 210/2019 frá 27. september 2019.
     13.      Við 25. gr.
                  a.      Við bætist nýr liður, a-liður (6. gr. b), svohljóðandi:
                      Leiki grunur á að ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim séu brotin er unnt að tilkynna um brot eða miðla gögnum um brot til Matvælastofnunar. Matvælastofnun skal kanna hvort tilkynning sé á rökum reist og grípa til viðeigandi ráðstafana á grundvelli laganna ef stofnunin telur þörf á.
                      Fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki er óheimilt að láta aðila sem hefur tilkynnt um brot eða miðlað gögnum skv. 1. mgr. sæta óréttlátri meðferð.
                      Matvælastofnun skal gæta leyndar um persónuupplýsingar sem berast um þann sem tilkynnir um brot eða miðlar gögnum skv. 1. mgr. nema viðkomandi veiti afdráttarlaust samþykki sitt.
                  b.      Í stað orðanna „framkvæma úttektir með“ í 3. efnismgr. komi: gera úttektir á.
     14.      Á eftir orðunum „heimilt að innleiða“ í b-lið 26. gr. komi: með reglugerð.
     15.      3. málsl. a-liðar 29. gr. orðist svo: Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
     16.      Í stað orðsins „aðila“ í efnismálsgrein 30. gr. komi: lögaðila.
     17.      Við 34. gr.
                  a.      Í stað orðanna „á þeim stöðum“ í 2. málsl. efnismálsgreinar a-liðar komi: að þeim stöðum.
                  b.      Í stað orðanna „Einnig er opinberum eftirlitsaðila heimilt“ í efnismálsgrein b-liðar komi: Opinberum eftirlitsaðila er heimilt.
     18.      Á eftir 34. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                       Í stað orðanna „7. gr. m“ í e- og f-lið 9. gr. e laganna kemur: 7. gr. n.
     19.      Við 35. gr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Í stað orðanna „7. gr. m“ í c-, f- og k-lið, „7. gr. k“ í j-lið og „7. gr. n“ í l-lið 1. mgr. 9. gr. g laganna kemur: 7. gr. n; 7. gr. l; og: 7. gr. o.
     20.      37. gr. orðist svo:
                      2. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
                      Framlögum til verkefna skv. 1. mgr. skal ráðstafa að fenginni umsögn fagráðs í viðkomandi búgrein.
     21.      Á eftir 37. gr. komi nýr kafli, Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, með síðari breytingum, með einni grein, svohljóðandi:
                      Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heilbrigðisnefnd fer með opinbert eftirlit á markaði undir yfirumsjón Matvælastofnunar.
     22.      2. málsl. 2. mgr. 38. gr. falli brott.