Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 711  —  318. mál.
2. umræða.



Framhaldsnefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði matvæla (einföldun regluverks, Matvælasjóður og EES-reglur).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin hefur fjallað frekar um málið. Meiri hlutinn bendir á að í 10. tölul. þingsályktunar um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, nr. 40/149, var ríkisstjórninni falið að setja á fót sjóð með áherslu á eflingu nýsköpunar í innlendri matvælaframleiðslu og var tillaga um stofnun Matvælasjóðs liður í þeirri vinnu.
    Í ljósi þeirra athugasemda sem gerðar voru við niðurfellingu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins leggur meiri hlutinn til að þau ákvæði frumvarpsins sem mæla fyrir um stofnun Matvælasjóðs og brottfall laga um Framleiðnisjóð landbúnaðarins falli brott. Leggur meiri hlutinn þó áherslu á að áfram verði unnið að undirbúningi stofnunar Matvælasjóðs í samræmi við það sem kveðið er á um í framangreindri þingsályktun.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Við breytingartillögu á þingskjali 655:
                  a.      9. tölul. orðist svo: C-liður 15. gr. (27. gr. g) falli brott.
                  b.      20. tölul. orðist svo: 37. gr. falli brott.
                  c.      22. tölul. orðist svo: 3. og 4. mgr. 38. gr. falli brott.
     2.      36. gr. falli brott.
     3.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um matvæli (einföldun regluverks og EES-reglur).

Alþingi, 12. desember 2019.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form., frsm.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Haraldur Benediktsson.
Njáll Trausti Friðbertsson. Steinunn Þóra Árnadóttir. Þorgrímur Sigmundsson.