Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1342  —  724. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


    Við 3. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
    7.34        Að veita allt að 3.000 m.kr. framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sem er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, vegna veitingar sérstakra mótframlagslána til sprotafyrirtækja sem hafa orðið fyrir tímabundnum skakkaföllum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ráðherra sem fer með málefni nýsköpunar annast gerð samnings við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um framkvæmd mótframlagslána, skilyrði þeirra og kjör.