Ferill 726. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1364  —  726. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir).

Frá Oddnýju G. Harðardóttur og Ólafi Þór Gunnarssyni.


    Við bætist nýr kafli, Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 34. gr. skal sá einstaklingur sem telst tryggður skv. III. og IV. kafla og hefur framfærsluskyldu gagnvart börnum yngri en 18 ára eiga rétt á 6% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum með hverju barni eigi hann aðeins rétt til grunnatvinnuleysisbóta eða þegar að loknu tímabili tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 32. gr.
    Ákvæði þetta öðlast gildi 1. júní 2020 og gildir til 31. desember 2020.