Ferill 783. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1369  —  783. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um vinnu Tryggingastofnunar ríkisins við leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar munu fá eða hafa fengið endurskoðun og leiðréttingu búsetuhlutfalls í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016?
     2.      Hversu margir þeirra hafa þegar fengið leiðréttingu búsetuhlutfalls og hversu margir eru enn að bíða eftir niðurstöðu Tryggingastofnunar?
     3.      Fyrir hversu marga hefur Tryggingastofnun ekki hafið vinnu við leiðréttingu búsetuhlutfalls?
     4.      Hversu margir þeirra, sem hlutu fyrsta 75% örorkumat eftir að Tryggingastofnun hóf endurskoðun og leiðréttingu búsetuhlutfallsins, fá nú greitt eða hafa fengið greitt miðað við hlutfallslegan framreikning?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Hinn 11. desember 2019 var lögð fram fyrirspurn þar sem finna mátti 1.–3. tölul. fyrirspurnar þessarar. Fyrirspurninni var svarað 21. janúar 2020. Mikilvægt þykir að fá uppfærðar tölur frá Tryggingastofnun og því eru þessir liðir lagðir fram aftur og óskað eftir uppfærðum upplýsingum. Einnig bætist nú við 4. tölul. sem ekki hefur verið lagður fram áður.