Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1611  —  569. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og helmingsafsláttur).

(Eftir 2. umræðu, 3. júní.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Við 2. mgr. bætist: en annars skal leggja til grundvallar matsverð sem miðast við byggingarstig eignar við afhendingu.
     b.      Á eftir 1. málsl. 10. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumaður skal styðjast við upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands.
     c.      Á eftir 1. málsl. 11. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef gjaldskyld fjárhæð endurspeglar ekki matsverð í samræmi við byggingarstig eignar við afhendingu skal sýslumaður ákvarða um gjaldskylda fjárhæð á grundvelli matsverðs sem miðast við byggingarstig eignar við afhendingu. Sýslumaður skal við ákvörðun sína styðjast við upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      4. mgr. orðast svo:
                  Skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi skv. 3. mgr. eru þau að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti.
     b.      Á eftir orðinu „íbúðarhúsnæði“ í 6. mgr. kemur: sbr. 4. mgr.
     c.      Við a- og b-lið 7. mgr. bætist: sbr. 4. mgr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.