Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1647  —  640. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörumerki, nr. 45/1997, með síðari breytingum (EES-reglur).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (LRM, HSK, AFE, ÁsF, NTF, ÓÍ, RBB, SPJ).


     1.      Á eftir 6. gr. komi þrjár nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (7. gr.)
                      Í stað orðanna „er villast má á“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: þar sem hætt er við ruglingi.
                  b.      (8. gr.)
                      Í stað orðanna „villast megi á þeim“ í 8. gr. laganna kemur: hætt er við ruglingi.
                  c.      (9. gr.)
                      Í stað orðanna „villast megi á merkjunum“ í 9. gr. laganna kemur: hætt sé við ruglingi.
     2.      Í stað orðanna „bæjar- eða sveitarfélaga“ í 8. tölul. 1. efnismgr. 9. gr. komi: sveitarfélaga.
     3.      Við a-lið 19. gr.
                  a.      Í stað orðsins „ógilda“ komi: fella niður.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „28. gr. b“ komi: 28. gr. c.
     4.      Í stað orðanna „fellur skráning merkisins úr gildi“ í 5. efnismgr. 21. gr. komi: verður merkið afmáð.
     5.      Við 23. gr.
                  a.      Í stað orðanna „notkun hefur ekki átt sér stað“ tvívegis í a-lið 1. mgr. c-liðar komi: hefur ekki verið notað; og: það hefur ekki verið notað.
                  b.      Á eftir orðunum „rökstudd og“ í 1. mgr. d-liðar. komi: henni skal.
     6.      Á eftir 25. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      10. tölul. 1. mgr. 32. gr. laganna orðast svo: samkvæmt ákvörðun Hugverkastofunnar ef skráning er ógilt eða felld niður í samræmi við 28. gr. eða 28. gr. a – 28. gr. e.
     7.      Í stað orðanna „skal hafa rétt til“ í 30. gr. komi: á rétt á.
     8.      Á eftir 31. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „andmæla- eða ógildingarmála“ í 1. málsl. 65. gr. laganna kemur: andmæla-, ógildingar- og niðurfellingarmála.
     9.      Orðin „og breytist greinatala samkvæmt því“ í inngangsmálslið 32. gr. falli brott.
     10.      1. mgr. 33. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020.
     11.      Á eftir 2. mgr. 34. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði 23. gr. tekur aðeins til umsókna sem berast stofnuninni eftir gildistöku laga þessara. Gildistími eldri umsókna og skráninga helst óbreyttur.