Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1964  —  714. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


    Í stað orðsins „fjögurra“ í a-lið 5. gr. komi: tveggja.

Greinargerð.

    Með breytingartillögunni er lagt til að skipunartími fulltrúa í verðlagsnefnd búvara verði tvö ár. Fyrir nefndinni var bent á að fjögurra ára skipunartími fulltrúa væri heldur rúmur tími. Að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem sett eru fram í greinargerð með frumvarpinu um að breytingin sé til þess fallin að gera störf verðlagsnefndarinnar markvissari og spara tíma við umsýslu vegna tilnefninga og skipunar verðlagsnefndarinnar sem fer fram einu sinni á ári samkvæmt gildandi lögum, er því lagt til að skipunartími verði tvö ár.