Ferill 5. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 431  —  5. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, WÞÞ).


     1.      Í stað „12. og 13. mgr.“ í 14. gr. komi: 13. og 14. mgr.
     2.      K-liður 15. gr. falli brott.
     3.      Í stað fjárhæðarinnar „980 kr.“ í efnismálsgrein 26. gr. komi: 1.080 kr.
     4.      Við bætist tveir nýir kaflar, XX. kafli, Breyting á lögum um tekjufallsstyrki, nr. 118/2020, með tveimur nýjum greinum, 37. og 38. gr., og XXI. kafli, Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 39. gr., svohljóðandi:
                  a.      (37. gr.)
                     2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
                     Í stað þess að telja til rekstrarkostnaðar reiknað endurgjald fyrir tímabilið 1. apríl til 31. október 2020 er rekstraraðila heimilt að reikna til rekstrarkostnaðar á því tímabili fjárhæð sem nemur 7/ 12 af gjaldfærðu reiknuðu endurgjaldi í skattframtali 2020 og miða mánaðarleg stöðugildi skv. 1. mgr. við stöðugildi þeirra sem reiknað var endurgjald fyrir í rekstrinum hlutfallslega miðað við starfstíma rekstrarins á árinu 2019. Hafi rekstraraðili eða þeir sem reiknað var endurgjald fyrir í rekstrinum fengið atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið 1. apríl til 31. október 2020 dragast þær frá þannig reiknuðum rekstrarkostnaði.
                  b.      (38. gr.)
                     Í stað orðanna „Þrátt fyrir 4. og 5. gr.“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: Þrátt fyrir 1., 4. og 5. gr.
                  c.      (39. gr.)
                    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
                      a.      Í stað orðanna „og fyrstu sölu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: fyrstu sölu og endursölu.
                      b.      Í stað orðanna „til og með 31. desember 2020“ í 1. tölul. 3. mgr. og 1. tölul. 5. mgr. kemur: 2020 til og með 31. desember 2021.
                      c.      2. tölul. 3. mgr. og 2. tölul. 5. mgr. falla brott.
     5.      Við 37. gr.
                  a.      Í stað 1. og 2. mgr. komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021. Þó öðlast 37. og 38. gr. þegar gildi.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                     Ákvæði 36. gr. tekur til skipta á dánarbúum þeirra sem andast 1. janúar 2021 eða síðar og búskipta þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi fari þau fram eftir gildistöku laga þessara.