Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 555  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
    Við 32.10 Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit
         08 Heilbrigðisráðuneyti
    a.     Heildarfjárheimild
3.061,3 280,0 3.341,3
    b.      Framlag úr ríkissjóði
2.420,1 280,0 2.700,1

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um 280 millj. kr. framlag til að gera tíðavörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa. Annars vegar verði séð til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðavörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Hins vegar verði lágtekjufólki gert kleift að nálgast tíðavörur án endurgjalds, t.d. á heilsugæslustöðvum eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra útfæri aðgerðirnar í samstarfi við hlutaðeigandi ráðherra og sveitarfélög.