Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 598  —  362. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (HVH, ÁsF, AKÁ, GIK, HSK, ÓGunn, LRM, VilÁ).


     1.      Á eftir orðinu „launakostnaðar“ í 1. gr. komi: og verktakagreiðslna.
     2.      Orðin „á Íslandi“ í 2. gr. falli brott.
     3.      Við 3. gr. bætist tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
              4.      Verktakagreiðslur: Tilteknar verktakagreiðslur fyrir störf sem snúa beint að íþróttastarfi viðkomandi íþróttafélags.
              5.      Verktaki: Sá sem starfar beint við ástundun, þjálfun og aðstoð hjá íþróttafélagi samkvæmt samningi um verktakagreiðslur.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „launakostnað“ í 1. mgr. komi: og verktakagreiðslur.
                  b.      Á eftir orðinu „launamaður“ í b- og c-lið 2. mgr. komi: eða verktaki.
                  c.      Á eftir orðinu „laun“ í d-lið 2. mgr. komi: eða verktakagreiðslur.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna íþróttafélaga.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „launamanna“ í 1. málsl. komi: og allt að 70% af verktakagreiðslum.
                  b.      Á eftir orðinu „launamann“ í 2. málsl. komi: eða hvern verktaka.
     6.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „launamenn“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og verktaka.
                  b.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Íþróttafélag skal sýna fram á að greiðslur samkvæmt umsókn séu sambærilegar fyrri greiðslum til launamanns eða verktaka. Umsókn skal vera skrifleg og henni skulu fylgja fullnægjandi gögn og upplýsingar að mati Vinnumálastofnunar svo að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort skilyrði laga þessara fyrir greiðslu séu uppfyllt, svo sem ráðningarsamningar og samningar við verktaka, launaseðlar, reikningar fyrir verktakavinnu, staðfesting á greiðslu launa og staðfesting verktakagreiðslu, upplýsingar um fyrri greiðslur til launamanna og verktaka sem og upplýsingar um ástæður þess að hlutaðeigandi íþróttafélagi var gert að fella tímabundið niður starfsemi sína, að hve miklu leyti starfsemi hafi verið felld niður og í hve langan tíma.
     7.      Á eftir orðinu „launamönnum“ í 1. mgr. 8. gr. komi: og verktökum.
     8.      Á eftir orðinu „launakostnaðar“ í 9. gr. komi: eða verktakagreiðslna.
     9.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.